<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, september 15, 2005

Kríli 

Já var að velta því fyrir mér í dag að þegar maður eignast svona lítil kríli þá hlakkar manni svo til að það fari að gera hina og þessa hluti... þegar sá tími var kominn að Gústav ætti að fara að skríða voru mjög blendnar tilfinnigar.. einhver hluti af mér var alveg til í að hann myndi ekkert byrja strax og svo var einn hluti sem ekki gat beðið eftir því. Ég vissi svosem fyrirfram að ég hefði nóg að gera þegar hann færi af stað og það hefur alveg staðist... það má ekki gleyma neinu á gólfinu, opnum hurðum eða neinu.. hann er kominn strax og ef það heyrist ekkert í honum þá veit maður að í flestum tilfellum er hann að gera eitthvað sem hann ekki má. og ef að maður kemur að honum þar sem hann er að fara að gera eitthvað sem ekki má þá setur hann bara í fimmta gírinn og reynir að gera sem mest áður en við komumst í að stoppa hann. Einnig hugsaði ég alltaf um hvað það væri nú krúttlegt þegar þessi kríli koma skríðandi til manns og hanga í buxnaskálmunum.. að vísu finnst mér það þvílíkt krúttlegt en öllu má nú ofgera. Það er liggur við í hvert skipti sem ég er að gera eitthvað inn í eldhúsi þá kemur hann á fullri ferð og stendur upp við lappirnar á mér og hangir svo þar og tuðar... vill bara koma til mín, hlýjar manni jú en manni verður ekki mikið verk úr höndum. En já þetta er allt saman skemmtilegt og nú situr maður og hugsar um hvernig þetta verði nú þegar hann fer að labba... já kannski maður ætti bara að njóta dagsins í dag og ekki vera að hugsa svona um hvernig þetta verður þegar hann verður stærri... Hann er svo yndislegur þessi elska, get kysst hann og knúsað í strimla. jæja nóg um litla kútinn minn.. bið að heilsa í bili.. Fannsla pannsla með væmna stund :o)

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

mánudagur, september 12, 2005

jábbs.. er á lífi 

jáhá.. er svona búin að vera í dáldið miklu fríi frá þessari síðu.. ég er ekki beint þetta mikla tölvunörd og er líka búin að hafa bara fínt að gera í þessu fæðingarorlofi. En nú eru breyttir tímar.. fæðingarorlofinu að ljúka og stubburinn að fara að byrja hjá dagmömmu. En í gær komumst við að því að við fáum stóra, flotta íbúð núna 1.oktober og erum því að fara að flytja. Sorgin er samt sú að íbúðin er ekki í þessu fína hverfi okkar. Heldur er hún hinum megin við miðbæinn... en samt nálægt miðbænum en líka nær skólunum okkar.. jáhá sagði skólunum OKKAR. Mín er bara búin að koma sér í skóla og á að byrja 3. október. Semsagt margt að gerast hjá famelíunni. Ég er að fara í Odense tekniske skole í nám sem kallast Teknisk designer.. rosa fancy nafn en þetta er voða svipað tækniteiknun.. eiginlega bara það sama. Allt náttúrulega í tölvum og svona. En vona að þetta sé spennandi.. mig hlakkar allavega til. Já sumarið er búið að vera yndislegt.. vorum á fróni í næstum 6 vikur og komumst á þjóðhátíð og allann pakkann, alveg yndislegt og auðvitað á maður alltaf góða að. Sigga vinkona búin að tilkynna komu sína einhvern tímann í október og verður hún þá sú fyrsta sem gistir í nýju fínu íbúðinni okkar... Fyrsti gesturinn á Godthåbsgade 42 st. úff hvað það verður ljúft að komast neðar (búum á 3ju hæð) og í stærri íbúð með aukaherbergi.. en íbúðin er 110 fm. og með 2 svefnherbergjum.. jibbí jibbí.. vona að þið séuð ekki búin að gefa upp vonina og séuð enn að kíkja hingað inn annað slagið... svo segi ég farvella í bili og lofa ekki neinu.... Fannsla pannsla

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?