<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, febrúar 26, 2005

Þorrablót 

...úff maður verður nú að fara að vera duglegri að blogga hérna. En það er meira en að segja það að halda uppi tveimur síðum í einu.. en ég gæti nú samt verið betri í þessu.. ekki eins og það taki langann tíma að skrifa nokkur orð hér inn.
Ég er semsagt búin að fara á mitt fyrsta djamm eftir fæðingu Gústavs Þórs.. datt ekki í hug að það yrði svona erfitt að skilja gaurinn eftir heima, en náði samt að skemmta mér konunglega til klukkan hálffimm um morguninn. Anja og Skarpi pössuðu prinsinn og stóðu sig eins og hetjur, hann var líka mjög góður við þau og fór bara að sofa eins og engill. Þorrablótið var mjög skemmtilegt og maður hitti marga sem maður hefur ekki hitt lengi. Það var enginn titill sem ég fékk þetta árið nema kannski mjólkurkú þorrablótsins í ár.. hí hí enda var ég að springa þegar ég kom heim og skellti mér beint í mjaltarvélina við heimkomu (ég veit.. hljómar skemmtilega og sexý!!) En þetta var samt þess virði og veit ég nú að Gústav Þór er ekki eyðilagður fyrir lífstíð þó að ég skelli mér út svona endrum og eins :o)
Skarpi bró og Anja eru semsagt komin til okkar hér í baunalandi og er það rosa gaman að hafa meiri famelíu hér hjá okkur. Þau búa í sama hverfi og við og sjáumst við eiginlega daglega.. held að það sé aðeins einn dagur sem ég hef ekki hitt þau. Nú erum við þá þrjú sem búum hér í Odense.. aðeins Svanhvít systir og gamla settið eftir á Íslandi..
Já ég og Gústav Þór höfum það bara fínt og dundum okkur saman á hverjum degi.. erum í tveimur mömmuklúbbum.. dönskum og íslenskum. Svo er Anja í fríi enn og við erum duglegar í göngutúrum og fleira.. Fríða kom í heimsókn um daginn með Viktoríu Örnu dúllu og hún og Gústav Þór skemmtu sér vel saman... töluðu saman á eigin máli og Gústav Þór brosti og brosti að henni á meðan Viktoría Arna bablaði og bablaði.. hann veit hvernig á að heilla dömurnar og hvað þær vilja.. hlusta á þær af innlifun :o)
jæja ætli þetta sé ekki nóg blaður í bili.. það eru svo frekari fréttir og myndir af Gústav Þór á síðunni hans.. bæjó snæjó

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?