<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, janúar 30, 2005

Komin heim 

Jæja Þá erum við familían komin heim aftur.. íslandsferðin var púl en skemmtileg... Gústav Þór fílar það feitt að ferðast og heyrðist ekki í honum þegar hann var á ferð og flugi.. hvort sem það var flug,bíll,lest eða skip. Skírnin gekk æðislega vel og Gústav Þór svaf af sér sjálfa skírnina en vildi endilega vera vakandi og þakka öllum fyrir komuna í veislunni sjálfri. Hann fékk fullt af fínum gjöfum og þökkum við bara innilega fyrir þetta allt saman. Það er nú samt alltaf gott að koma heim.. meira að segja búin að taka upp úr töskunum, órtúlegt en satt. Jæja þá er hægt að ráðast í það að koma reglu á hlutina á heimilinu og byrja á Gústav Þór.. enda er voða erfitt að halda einhverri reglu þegar maður er á ferð og flugi. Já en ég vil bara segja að það var gaman að hitta alla á Íslandi og takk kærlega fyrir okkur.. see ya later aligator

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?