<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, janúar 14, 2005

Bið bið bið 

Já er stödd í augnablikinu á Kastrup.. þannig var að ég og Kiddi misstum næstum því af lestinni til Kastrup en það slapp fyrir horn. Svo þegar við komum hingað þá fengum við að vita að flugvélinni seinkar um 4 tíma!!! en express mega nú eiga það að við fengum 50 kr. ávísun hvor sem við gátum keypt okkur mat fyrir á meðan á biðinni stóð :o) það er þó allavega eitthvað, maður deyr þó allavega ekki úr hungri á meðan maður bíður. Gústav Þór er bara alveg að fíla þetta ágætlega og skoðar sig um og dottar inn á milli... kannki ekki alveg nógu samfelldur svefn hjá greyinu enda alltaf einhver að góla eitthvað í hátalarakerfið.. en við hljótum að komast til landsins sem kennt er við ís á endanum.
Sigga engill ætlar að vera svo almennileg að ná í bílinn þeirra mömmu og pabba í Herjólf fyrir okkur sem þau eru svo góð að lána okkur þangað til að við komum til eyja eftir viku. Gústav Þór verður nefnilega skírður í Vestmannaeyjum þann 23.jan. á sama degi og eldgosið hófst 1973. Enda ekki annað við hæfi með svona kröftugan gutta. En já er semsagt að reyna að drepa tímann hér á Kastrup en það eru enn rúmir 2 tímar í flug.. en útsölur í fríhöfninni :o) neinei engar útsölur núna.. er búin að fá mína útrás. En allavega hlakka mikið til að komast til Íslands og hitta alla.. jíhí og TAKK SIGGA... bið að heilsa í bili

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?