laugardagur, janúar 08, 2005
Gleðilegt nýtt ár!!!
Dáldið sein á því... en betra er seinna en aldrei sagði einhver vitur maður eða kona :o)
Já lífið er ljúft í baunalandi þessa stundina.. við erum bara þrjú í kotinu og höfum allann tímann í heiminum út af fyrir okkur.. eða Gústav Þór samt að mestu :o/ Hann er ekki lengi að læra hvað á að gera til þess að láta halda á sér.. og ekki er alltaf nóg að láta halda á sér heldur verður að halda á honum á ákveðinn hátt og svo er það bara starf okkar að komast að því hvernig hann vill láta halda á sér það skiptið. Hann er að sjálfsögðu þrjóskastur á þessu heimili og gefst ekki upp fyrr enn í fulla hnefana :o)
Nú eru bara 6 dagar í íslandsför og hlakkar okkur hjúunum mikið til.. jei jei. Þetta eru bara önnur jól. Við verðum semsagt í viku hjá Diddu frænku í bænum og förum svo til eyja þar sem við ætlum að gera heiðarlega tilraun til þess að skíra Gústav Þór. Vá hvað manni hlakkar til að komast til Íslands.. það er ef maður fýkur bara ekki aftur til baka um leið.. má nú aðeins lagast veðrið þarna heima. Mútta mín og pápi eru nú svo indæl að þau ætla að lána okkur bílinn á meðan við erum í Reykjavíkinni, takk fyrir það. Já svo er mútta auðvitað tengiliður minn við allt skírnastússið.
Að lokum við ég óska Ester (skáfrænku) til hamingju með 7 ára afmælið þann 4.janúar og svo Huga (skáfrænda) orkubolta með 3ja ára afmælið í gær :o) Okkur hlakka svo til að sjá ykkur eftir c.a. viku og auðvitað öll hin líka
Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)
Já lífið er ljúft í baunalandi þessa stundina.. við erum bara þrjú í kotinu og höfum allann tímann í heiminum út af fyrir okkur.. eða Gústav Þór samt að mestu :o/ Hann er ekki lengi að læra hvað á að gera til þess að láta halda á sér.. og ekki er alltaf nóg að láta halda á sér heldur verður að halda á honum á ákveðinn hátt og svo er það bara starf okkar að komast að því hvernig hann vill láta halda á sér það skiptið. Hann er að sjálfsögðu þrjóskastur á þessu heimili og gefst ekki upp fyrr enn í fulla hnefana :o)
Nú eru bara 6 dagar í íslandsför og hlakkar okkur hjúunum mikið til.. jei jei. Þetta eru bara önnur jól. Við verðum semsagt í viku hjá Diddu frænku í bænum og förum svo til eyja þar sem við ætlum að gera heiðarlega tilraun til þess að skíra Gústav Þór. Vá hvað manni hlakkar til að komast til Íslands.. það er ef maður fýkur bara ekki aftur til baka um leið.. má nú aðeins lagast veðrið þarna heima. Mútta mín og pápi eru nú svo indæl að þau ætla að lána okkur bílinn á meðan við erum í Reykjavíkinni, takk fyrir það. Já svo er mútta auðvitað tengiliður minn við allt skírnastússið.
Að lokum við ég óska Ester (skáfrænku) til hamingju með 7 ára afmælið þann 4.janúar og svo Huga (skáfrænda) orkubolta með 3ja ára afmælið í gær :o) Okkur hlakka svo til að sjá ykkur eftir c.a. viku og auðvitað öll hin líka