<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, desember 12, 2004

Er ekki kominn tími til að skrifa... 

Já hér sit hér og dáist að strákunum mínum tveimur.. þeir sofnuðu saman og sofa enn, það er einmitt á svona stundum sem maður getur ekki annað en bara horft á það sem maður á og gert sér alveg fullkomnlega grein fyrir því hversu heppinn maður er :o) Vá mér finnst ég bara vera að springja úr hamingjusemi.. svo hlakkar mér alveg einstaklega mikið til jólanna, þó að ég eigi eftir að gera allt. M + P koma eftir viku og tengdó deginum eftir. Mikið ofboðslega hlakkar okkur til og ég veit að þau geta ekki beðið eftir því að koma.
Já við höfum haft ýmislegt fyrir stafni hér á heimilinu og erum svona að reyna að koma okkur í gang fyrir jólin og kannski reyna að læra að lifa með 3ja einstaklinginn inn á heimilinu.. hann fellur nú barasta flott inn í þessa fjölskyldu og lætur nú ekki hafa of mikið fyrir sér, hann er svo mikill engill þessi elska. Í gærkveldi stóð Kiddi fyrir spurningarkeppni milli tækniskólanema og háskólanema (eingöngu íslendingar) og Krílríkur kom að sjálfsögðu með og var svo þægur og góður allann tímann, enda var múttan búin að skella í hann tveimur brjóstum fyrir keppnina. Þetta lukkaðist bara vel og á Kiddi hrós skilið.
Laugardaginn fyrir viku fórum við fjölskyldan í heimsókn til Hörpu og Elvars, fór dagurinn í laufabrauðsgerð og lukkaðist vel.. brauðin voru að minnsta kosti þynnri í ár en í fyrra. Krílríkur lét að vísu hafa dáldið fyrir sér í þeirri ferð og vildi auðvitað vera með í fjörinu :o)
Við erum búin að vera að reyna að vera dugleg að fara í göngutúra með gæjann.. en hann náði sér nú samt í kvef þannig að við viljum nú aðeins hlífa honum við mesta kuldanum. Hann er að vísu enn með kvef en er svona byrjaður að losa sig við það. Já erum eiginlega búin í jólagjafakaupum.. nema kannski þær gjafir sem ekki þurfa að fara á klakann. Vonandi fáum við hvít jól í ár...
bið að heilsa í bili héðan úr baunalandi :o)

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?