fimmtudagur, nóvember 25, 2004
Hæ hó!!!
Jæja þá er ég loksins farin að geta setið nógu lengi til þess að blogga :o) búin á pensilínkúrnum og hætt að taka sterku verkjatöflurnar. Þannig að við vonum að þetta fari nú allt upp á við héðan af... er orðin dáldið þreytt á að vera svona hálffötluð, en ég verð nú samt að gefa krílrík liggjandi fyrstu 4 vikurnar og má einungis sitja í 5 mínútur hvert skipti og á samt að takmarka það. En bara það að ég geti setið er jákvætt.. þannig að við sjáum einungis það jákvæða í dag. Við litla fjölskyldan skelltum okkur í fyrsta göngutúrinn í gær og vorum kannski aðeins of gráðug og vorum hvorki meira né minna en 2 tíma.. kannski aðeins of mikið fyrir múttuna en krílríkur fílaði það feitt. Síðan var bara notað restina af deginu í afslappelsi. En já ekki mikið að frétta í augnablikinu. Enda er ég að mestu búina að vera heima eða á spítalanum.. en nú förum við vonandi að verða meira ferðafær.. well bið að heilsa í bili :o)
Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)