<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Tik tak tik tak 

Já tíminn líður og allir bíða.. fórum til ljósu áðan (í síðasta sinn) og fengum tíma á föstudaginn upp á sjúkrahúsi þar sem ég fer í allsherjar skoðun og framhaldið ákveðið eftir niðurstöðum.. Bumbufréttir á barnalandi.
Í gær þá ákváðum við hjúin að fjárfesta í nýjum símum.. já fyrir þá sem vita þá er gamli síminn minn ekki búinn að vera að afla sér vinsælda.. en hann sparar kannski í símareikning en ég tapa kannski bara vinum á því :o) Allavega þá er ég orðin frekar tæknivædd með 3 síma einhvern LP síma.. hef rusa vit á þessu öllu saman. En held að þetta sé bara fínn sími og auðvitað gat Kiddi ekki leyft mér að spássera aleinni með svona 3 síma.. honum langar að geta hringt úr skólanum í vetur og séð fjölskylduna sína á löngum lærdómskvöldum. Enda er það líka bara lúxus fyrir hann. Held líka bara að strákar séu svona miklir tækjakallar og það gengur náttúrulega ekki að konan gangi um með síma af nýjustu gerð og þeir sjálfir dröslist um með eitthvað úrelt dót. En allavega.. við tæknivædd hjónin.. og svo hringjum við frítt á milli símanna.
Já ég tilkynnti víst á barnalandssíðunni að við værum á leið til Íslands í janúar og stendur það enn. Fannst bara að ég yrði að staðfesta það hér líka.. við komum semsagt 14.janúar og verðum til 29. janúar. Get ekki annað en sagt að mig hlakki til að komast heim í frí með kallinum mínum. Við höfum ekki náð að halda almennilegt "íslenskt" frí saman síðan sumarið 2003 eða bara almennilegt frí saman. Manni langar einfaldlega að fara allt og gera allt. Hlakkar svo til að koma og knúsa öll litlu krílin sem vinkonur mínar hafa verið að hrúga niður í ár. Þær eru nú bara 4 talsins og svo kannski fæ ég að bera kúluna hennar Huldu augum.
En já hún Fríða bumbufélagi er sett núna 18.nov. og vona ég hennar vegna að þetta komi nú á réttum tíma.. en ég veit að við höfum oft talað um að ef ég færi nú bara aðeins framyfir og hún ætti aðeins fyrr þá gætum við leikið okkur saman á hótelinu.. en ég hélt nú ekki að ég myndi bara bíða eftir henni. En svona er þetta. Ég held líka að ég fái nú ekki að fara á hótelið ef það þarf að setja mig af stað :o/
bla bla og ble ble.. bið að heilsa í bili.. og Guðrún.. því miður ekkert kríli í þessari færslu, kannski næst :o)

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

mánudagur, nóvember 08, 2004

Hann á afmæli í dag!!! 

nei kæra fólk ekkert að gerast enn :o) Ég verð nú að segja að þegar 4 spyrja sömu spurningarinnar innann hálftíma, má þá ekki segja að fleiri en við séu orðin óþolinmóð.. þannig var að í dag þá hringdi múttan mín að spyrja frétta af krílinu, leið og ég hætti að tala við hana þá hringdi tengdapabbi með sömu spurningu og um leið fékk ég skilaboð frá vinkonu á Íslandi sem einnig var að velta þessu fyrir sér og þegar Kiddi var búinn að tala við pabba sinn þá hringdi hans mútta í hann einnig að velta því fyrir sér hvenær í ósköpunum þetta kríli ætlar að heiðra okkur með nærveru sinni.. ef bara ég gæti svarað því.
Anywho þá á hann afi minn afmæli í dag og er hann hvorki meira né minna en 80 ára kallinn... hefði nú ekki verið leiðinlegt að fá eins og eitt langafakríli í afmælisgjöf... en það virðist ekki ætla að vera svo. Til hamingju með afmælið afi minn well hef þetta ekki lengra í bili.. hafið það sem allra best.. until next time.... farvella

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?