laugardagur, nóvember 06, 2004
Jólabjórinn mættur!!
Síðustu dagar hafa að mestu verið letidagar á þessu heimili.. eitthvað um að maður vaknar upp við að kallinn er að baka pönnsur handa manni í morgunmat, verð að segja að fyrir svona skutlu eins og mig að þá er það alger draumur að vakna upp við pönnukökuilminn. Úff..stundum þá veit ég ekki alveg hvað ég hef gert í þessu eða fyrra lífi til þess að eiga svona yndislegan kall.
Í gær var "J" dagurinn svokallaði hér í Danmörku. "J" dagurinn er semsagt dagurinn sem allir fara og fá sér jólabjórinn.. Við skelltum okkur því á Ryans með Hörpu og Elvari og Kiddi smakkaði aðeins á jólabjórnum.. en þó ekki of mikið, 2 hámark, ef ske kynni að þessu kríli skyldi detta í hug að kíkja til okkar.. en það gerðist að sjálfsögðu ekki. Þetta var bara hin ágætasta skemmtun. Eftir að við vorum búin að vera þarna í rúman klukkutíma þá ákváðum við bara að fara heim og horfa á Starsky and Hutch.. er það bara fín mynd, gat allavega hlegið ágætlega.. Enda var lúllað vel frameftir í dag.. ZZZZZZZZZZ og svo rölt í bakaríið að kaupa eitthvað gott í morgunmat/hádegismat. namminamm.
Það er nú ekki mikið meira en bara biðin sem gerist á þessu heimili og vill ég nú ekki vera að skrifa um það :o) enda kannski orðin dáldið óþolinmóð núna.. þannig að ég ætla að ljúka þessu bloggi hér með.. þeir sem nenna að lesa bumbufréttir geta farið inn á síðuna á barnalandi.. have a nice day
Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)
Í gær var "J" dagurinn svokallaði hér í Danmörku. "J" dagurinn er semsagt dagurinn sem allir fara og fá sér jólabjórinn.. Við skelltum okkur því á Ryans með Hörpu og Elvari og Kiddi smakkaði aðeins á jólabjórnum.. en þó ekki of mikið, 2 hámark, ef ske kynni að þessu kríli skyldi detta í hug að kíkja til okkar.. en það gerðist að sjálfsögðu ekki. Þetta var bara hin ágætasta skemmtun. Eftir að við vorum búin að vera þarna í rúman klukkutíma þá ákváðum við bara að fara heim og horfa á Starsky and Hutch.. er það bara fín mynd, gat allavega hlegið ágætlega.. Enda var lúllað vel frameftir í dag.. ZZZZZZZZZZ og svo rölt í bakaríið að kaupa eitthvað gott í morgunmat/hádegismat. namminamm.
Það er nú ekki mikið meira en bara biðin sem gerist á þessu heimili og vill ég nú ekki vera að skrifa um það :o) enda kannski orðin dáldið óþolinmóð núna.. þannig að ég ætla að ljúka þessu bloggi hér með.. þeir sem nenna að lesa bumbufréttir geta farið inn á síðuna á barnalandi.. have a nice day
þriðjudagur, nóvember 02, 2004
Trallalalala
Já hér sit ég enn með kúlu.. því hef ég tekið upp á því að dunda mér við að starta heimasíður fyrir litla krílið í kúlunni.. slóðin er hér til hliðar undir Krílríkur/Krílrík. Þetta er bara byrjunin en svo setjum við inn fleiri myndir af litla krílinu þegar það ákveður að heiðra okkur með nærveru sinni :o)
Við hjúin dundum okkur bara á meðan á biðinni stendur... enda kannski fínt að nýta tíman vel saman áður en við verðum 3.. samt getum við náttúrulega ekki beðið eftir að við verðum 3.
Já hún Svanhvít stærsta systir mín kemur í heimsókn núna 15.nov. þannig að ég hef enn meira að hlakka til.. jei jei. Hún ætlar sko að koma og knúsa þetta litla kríli.. samt ekki nema rúmlega 3 ár síðan hún átti svona lítið kríli sjálf. Hún er líka mútta með reynslu og verður því fínt að fá hana í heimsókn, hún á hvorki meira né minna en 5 börn og 1 stjúpdóttur.. og svo á Vala syss náttlega 3 grislinga.. þannig að af nógu er að taka af mútturáðum frá systrum mínum. Já góðir gestir það kemst því miður ekki mikið annað að en kúlan mín og innihald hennar..
Á laugardaginn síðasta skellti ég mér hins vega á Megas og súkkat (Megasukk) á íslenska kaffihúsinu hér í bæ.. Var þetta bara hin mesta skemmtun, sjaldan held ég að það hafi verið þreifað jafn mikið á húsi kúlubúans.. einn ætlaði að fá að ramma hana inn eftir að ég kem krílinu út.. dáldið freeky. Já Megas söng af mestu innlifun og af svo mikilli innlifun að míkrafónninn var nærri þvi gleyptur. Enda þegar Kiddi var að hjálpa til við að ganga frá græjunum eftir tónleikana að þá lak bara úr míkrafóninum.. ullabjakk. Súkkat stóðu sig einnig eins og hetjur og mikið hlegið og sungið með.. í lokin voru svo Megasukk og hljómaði það mjög skemmtilega og Megas bætti smá svita við slefið í míkrafóninum... held barasta að ég hafi setið of nálægt meistaranum... Jæja það er nú sosum ekki mikið annað í fréttum í bili.. nema einn tveir og allir að krossa putta og vona að krílið fari nú að heiðra okkur með nærveru sinni :o)
Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)
Við hjúin dundum okkur bara á meðan á biðinni stendur... enda kannski fínt að nýta tíman vel saman áður en við verðum 3.. samt getum við náttúrulega ekki beðið eftir að við verðum 3.
Já hún Svanhvít stærsta systir mín kemur í heimsókn núna 15.nov. þannig að ég hef enn meira að hlakka til.. jei jei. Hún ætlar sko að koma og knúsa þetta litla kríli.. samt ekki nema rúmlega 3 ár síðan hún átti svona lítið kríli sjálf. Hún er líka mútta með reynslu og verður því fínt að fá hana í heimsókn, hún á hvorki meira né minna en 5 börn og 1 stjúpdóttur.. og svo á Vala syss náttlega 3 grislinga.. þannig að af nógu er að taka af mútturáðum frá systrum mínum. Já góðir gestir það kemst því miður ekki mikið annað að en kúlan mín og innihald hennar..
Á laugardaginn síðasta skellti ég mér hins vega á Megas og súkkat (Megasukk) á íslenska kaffihúsinu hér í bæ.. Var þetta bara hin mesta skemmtun, sjaldan held ég að það hafi verið þreifað jafn mikið á húsi kúlubúans.. einn ætlaði að fá að ramma hana inn eftir að ég kem krílinu út.. dáldið freeky. Já Megas söng af mestu innlifun og af svo mikilli innlifun að míkrafónninn var nærri þvi gleyptur. Enda þegar Kiddi var að hjálpa til við að ganga frá græjunum eftir tónleikana að þá lak bara úr míkrafóninum.. ullabjakk. Súkkat stóðu sig einnig eins og hetjur og mikið hlegið og sungið með.. í lokin voru svo Megasukk og hljómaði það mjög skemmtilega og Megas bætti smá svita við slefið í míkrafóninum... held barasta að ég hafi setið of nálægt meistaranum... Jæja það er nú sosum ekki mikið annað í fréttum í bili.. nema einn tveir og allir að krossa putta og vona að krílið fari nú að heiðra okkur með nærveru sinni :o)