<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, október 30, 2004

Ekkert enn :o( 

Þetta kríli ætlar eitthvað að láta bíða eftir sér...
En í gær var settur komutími krílsins en einnig afmælið hennar Margrétar litlu frænku. Að því tilefni var okkur boðið í mat heim til Völu og fengum við bara jólamat og banansplitt í eftirmat. Margrét fékk að velja í matinn og vildi hún fá svínahamborgarahrygg með meiru. En þetta var bara dýrindismatur og þökkum við hjúin ægilega vel fyrir... og krílið eflaust líka :o)
Já maður er bara sendur í kraftgöngu á hverjum degi núna svo að það sé hægt að koma þessu kríli sem fyrst í heiminn... eitthvað er það að klikka. Enda held ég að þetta komi ekkert fyrr en það sjálft vill það.. kannski eitthvað líkt múttunni. Aldrei að vita. Dagarnir fara bara í dund og tiltekt.. en það er líka bara fínt.. ég get allavegana ekki sagt að ég fái ekki næga hvíld, ég er nefnilega farin að sofa 12 tíma á sólarhring. Maður hefur nú ekki gert það síðan á unglingsárum.. þannig að líkaminn er greinilega að undirbúa sig fyrir komandi átök. Jæja nóg komið af blaðri í bili.. læt vita um leið og þetta kríli kemur til okkar. Bið að heilsa í bili.. farvella

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

fimmtudagur, október 28, 2004

Til hamingju með afmælið Kiddi!!! 

Vildi bara óska honum kiddalíus mínum til hamingju með afmælið.. vona að þú hafir verið ánægður með afmæliskökuna og pönnslurnar :o) Hann er auðvitað bara bestur og þykir mér leitt að krílið skyldi ekki koma í heiminn á þínum degi... but look at the bright side.... þetta verður bara ÞINN dagur... til lukku til lukku til lukku.. love ya babe :o*
Svo vil ég bara óska henni Margréti litlu frænku til hamingju með afmælið á morgun.. 12 ára gella...

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

þriðjudagur, október 26, 2004

Bara ágætis helgi :o) 

Já helgin var barasta fín.. föstudagurinn byrjaði á innflutningspartý hjá Holst og Trine.. þar hittust flestar (skemmtilegustu.. haha) boltagellurnar og borðuðu góðann mat og svo tók við spjall, drykkja og mikill hlátur. Fannslan að vísu ekki úthaldsmesta þessa dagana þannig að hún rölti heim um rúmlega ellefu.. en án efa hefur restin skemmt sér konunglega langt fram á nótt. Enda búið að taka heil ósköp af áfengi fram þegar ég hvarf á braut.. Laugardagurinn var svo paradagurinn ógurlegi fyrir okkur hjúin. Þessi dagur var tileinkaður okkur, enda höfum við ekki gert neitt tvö ein í langann tíma og eigum kannski ekki eftir að gera í langann tíma þegar þetta kríli ákveður að koma í heiminn. Við byrjuðum daginn á að bruna í bakarí hér í bæ sem selur íslenska snúða.. mmmmmmm nammigott. Síðan skelltum við okkur í smá göngutúr í bænum sem endaði síðan á íslenska kaffihúsinu, þar sem við fengum okkur góðgæti og spiluðum og spjölluðum.. mjög huggó. Eftir kaffihús ákváðum við að skella okkur á loppemarkað, sem er markaður með gamlar mublur og fleira.. þessi tiltekni markaður er í Åsum í fjósi. Við hittum akkúrat á 50% útsölu og fjárfestum því í borðum (litlum innskotsborðum, svona þar sem þrjú borð fara hvert undir annað), standlampa og skemil.. Borðin voru með handmáluðum flísum af norðurlöndunum og á minnsta borðinu er þessi myndalega mynd af Íslandi.. hvernig gátum við staðist þetta.. standlampinn er gamall og gylltur, og skemilinn var keyptur fyrir húsbóndann á heimilinu svo að hann geti haft það gott fyrir framan kassann. Eftir þessa miklu verslunarferð þá skelltum við okkur heim með fenginn og þrifum og settum upp.. Kiddi vildi endilega setja dimmer á lampann svo að hann geti fengið fram fullkomna birtu eftir aðstæðum.. Þegar við vorum búin að dunda okkur hérna heima og koma öllu sæmilega fyrir var hungrið farið að segja til sín. Rómantíski gæjinn minn (hann á það til stundum) bauð þá bara Fönnslunni út að borða.. bara svona einu sinni fyrir komutíma krílsins :o) Hann er svo sætur í sér þessi elska. Eftir matinn fórum við svo bara aftur heim og höfðum það huggulegt það sem eftir lifði dags.. YNDISLEGUR DAGUR :o) takk takk og aftur takk Kiddilíus.
Sunnudagurinn fór svo í að hjálpa Völu með að breyta herberginu hans Yngva svo að hann gæti fengið skrifborð þar inn. Síðan fórum við að ná í grislingana hennar Völu á Banegården (lestarstöðina) og keyrðum þeim heim.. Vala kom síðan með okkur heim til Palle vinar hennar svo að við gætum nú fjárfest í langþráðum plötuspilara. Erum við nú stoltir eigendur plötuspilara :o) jei jei. Dagurinn endaði svo í miklum þrifum hér heima við... enda á allt að vera spotless and clean þegar krílið kemur. Já þetta er nú orðið dáldið langt blogg í þettað skiptið.. en svona er þetta þegar ég á líf.... lifið heil

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?