föstudagur, október 22, 2004
Tíminn líður hægt.....
Kannski kominn tími til þess að láta aðeins heyra í sér... Já það hefur nú ekki mikið nýtt gerst síðan síðast. Við hjúin erum bara hér heima að láta okkur líða vel og tíminn líður afskaplega hægt. Bara vika í áætlaðan komutíma krílsins í dag. Kiddi vinnur mest heiman frá en hefur engu að síður mikið að gera.. þannig að hann er gróinn fastur við skrifborðstólinn og tölvuna daginn út og inn.. en hann gaf sér þó tíma til þess að taka til í geymslunni svo það yrði pláss fyrir vagninn þegar þar að kemur.. Sjónvarpið er minn besti félagi þessa dagana og kannski tuskan.. já það er ótrúlegt hverju maður nennir þegar maður hefur EKKERT að gera.. Er búin að vera doldið dugleg við að þurrka af, þvo þvott, þrífa ofninn og örbylgjuofninn o.s.frv. Já ég veit.. ekki skemmtilegasta blogg í heimi.. en svona er líf mitt í dag...
Síðasta helgi var nú samt bara ágætlega social.. fór og horfði á Kidda skemmta sér í Go-kart og fórum svo í afmæli til hennar Döggu um kvöldið.. það var rosa þema í afmælinu "pimp, ho´s and gigalows. Já ansi gaman að sjá útganginn á sumum og einnig var íbúðin skreytt í sama stíl.. en óléttar konur þurftu ekki að dressa sig upp.. enda held ég að það sé nú ekki sérstaklega flott að sjá bumbulínur í magabol og stuttu þröngu pilsi :o) But you newer know!!!
Þessi helgi er líka ágætlega plönuð.. ég er að fara í innflutningspartý til þeirra Holst og Trine og eins og dönum einum er lagið er bara matarboð og læti.. ekki nóg að hittast bara og detta í það eins og íslendingar gera þetta. Svo er planið að keyra til Århus á morgun þar sem Kiddi er að fara á einhvern fund með félaga úr vinnunni og svo á Fannslan að fá að fara í IKEA aftur... jei jei. Þannig að Fríða.. ef þú lest þetta þá þarftu ekki að ath. með straubrettið fyrir mig þegar þú ferð.. læt þig vita. Já og Kiddi er víst að fara í eitthvað partý annað kvöld með skólafélögunum... hyggekvöld hjá Fanný annað kvöld.. bara ein heima með krílinu í mallanum. Já ekki mikið í fréttum en ég skal reyna að lifa meira spennandi lífi á næstu dögum.. lifið heil
Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)
Síðasta helgi var nú samt bara ágætlega social.. fór og horfði á Kidda skemmta sér í Go-kart og fórum svo í afmæli til hennar Döggu um kvöldið.. það var rosa þema í afmælinu "pimp, ho´s and gigalows. Já ansi gaman að sjá útganginn á sumum og einnig var íbúðin skreytt í sama stíl.. en óléttar konur þurftu ekki að dressa sig upp.. enda held ég að það sé nú ekki sérstaklega flott að sjá bumbulínur í magabol og stuttu þröngu pilsi :o) But you newer know!!!
Þessi helgi er líka ágætlega plönuð.. ég er að fara í innflutningspartý til þeirra Holst og Trine og eins og dönum einum er lagið er bara matarboð og læti.. ekki nóg að hittast bara og detta í það eins og íslendingar gera þetta. Svo er planið að keyra til Århus á morgun þar sem Kiddi er að fara á einhvern fund með félaga úr vinnunni og svo á Fannslan að fá að fara í IKEA aftur... jei jei. Þannig að Fríða.. ef þú lest þetta þá þarftu ekki að ath. með straubrettið fyrir mig þegar þú ferð.. læt þig vita. Já og Kiddi er víst að fara í eitthvað partý annað kvöld með skólafélögunum... hyggekvöld hjá Fanný annað kvöld.. bara ein heima með krílinu í mallanum. Já ekki mikið í fréttum en ég skal reyna að lifa meira spennandi lífi á næstu dögum.. lifið heil