<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, september 29, 2004

Barnablaður (kemst ekki annað að í augnablikinu) 

Já þá er bara akkúrat mánuður í áætlaðan komutíma krílsins :o) Mikil tilhlökkun á heimilinu enda kríli á hverju strái hér í útlöndum... Við vorum á einhverju undirbúnings námskeiði í gær, það er haldið í sama húsi og ljósmæðurnar eru og að sjálfsögðu eru alltaf einhver agnarlítil kríli á biðstofunni... jesús hvað þetta er allt saman krúttlegt. Í dag fór ég svo og hitti nokkrar íslenskar stelpur á íslenska kaffihúsinu hér í bæ (rosa íslenskt allt saman)... en þar voru hvorki meira né minna en 4 kríli og svo ég og Fríða með kúlurnar okkar. Þarna voru svo líka tvær barnlausar en sem hafa frí á miðvikudagsmorgnum og komu því með.. vorum við því 8 ísl. stelpur þarna.. ekkert smá huggó. Magga sem er víst alger spá snillingur hvað varðar krílin er búin að hafa 4 rétt kyn af 4 ágiskunum.. tók hringatrikkið á mér og Fríðu og samkvæmt því er ég með lítinn grallara og Fríða með litla gellu.. kannski við séum bara með framtíðar kærustupar :o) YOU NEVER KNOW!!! Já það er ýmislegt búið að vera að reyna að bralla á þessu heimili síðustu viku.. erum að bíða eftir vöggunni frá Íslandi og hlökkum til þess að fá hana til þess að allt sé nú klárt... við erum svoleiðis búin að vera að hanga yfir því að endurskipurleggja svefnherbergið svo að allt komist nú fyrir. Eftir að við vorum búin að hanga yfir þessu í 2 daga þá komumst við að niðurstöðu og fórum og keyptum okkur bara fínasta fataskáp með speglahurðum.. hann kemur í næstu viku og þá getum við sett lokahönd á þennann svefnherbergisundirbúning og þá er bara geymslan eftir svo að vagninn komist fyrir þar niðri... alltaf tímanlega eins og venjulega. Kiddi hefur reyndar ekki haft tíma til neins þangað til núna.. og við erum búin að kaupa heimferðarfötin fyrir erfingjann... hlakka til hlakka til...

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?