<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, september 20, 2004

Bumbudíbumb  

Þá er þetta sykursýkispróf afstaðið og er ég ekki með sykursýki.. jibbí. Hefði verið hryllilegt sjokk fyrir svona nammigrís eins og mig. En ég hef svo sem alveg eitt 2 og 1/2 tíma af einum degi í eitthvað nytsamlegra en að hanga á biðstofu á sjúkrahúsi. En better to be safe than sorry. Já það er alltaf verið að reyna að bralla eitthvað hér í baunalandi.. er bara að bíða eftir að ég fái vögguna og svona senda frá Íslandi :o) er alveg að renna út á tíma með þetta allt saman.. eins gott að maður fari ekki fyrr af stað.. bara 6 vikur í áætlaðan komutíma (voða formlegt allt saman). En yndislega fjölskylda mín er búin að ákveða að gefa okkur hjúunum pening sem fer í barnavagninn og skiptiborð... takk bestasta fjölskylda í heimi, alltaf er maður að læra hvað maður á góða að :o) Elska ykkur öll og við þökkum innilega fyrir okkur. Hlakka líka til að sjá múttu og pabba um jólin og hver veit nema Skarpi bró og Ania komi líka.. Vá hvað mig hlakkar til að eiga svona fjölskyldustund um jólin... Svanhvít syss ætlar svo líka að koma og kíkja á krílið 15. nov. úffídípúff hvað þetta verður allt saman huggulegt.
Já í síðustu viku fórum ég og Fríða í bumbuferð og það líka bumbugönguferð.. Kiddi keyrði mig heim til Fríðu og Binna og ætluðum við bumbuskutlurnar að kíkja í barnabúðir þar sem að það eru kannski ekkert margir sem nenna að skoða endalaust af barnadóti. En þegar ég kom til hennar þá var bílinn hennar bara á þremur dekkjum.. mér þótti dáldið undarlegt að hún hefði boðist til þess að ná í mig.. bara á þremur dekkjum. En í ljós kom að einu dekkinu hafði verið stolið um nóttina.. vá að nenna að leggja það á sig að stela einu dekki undan bíl. Sá á engann pening og þjófurinn hefur mesta lagi komið út á sléttu þar sem að hann skildi tjakkinn sinn eftir undir bílnum.. En að þessari ástæðu ákváðum ég og Fríða bara að labba í allar búðirnar og er ég bara ákaflega stolt af okkur. Takk fyrir góðann dag Fríða.. með nóg af hlátri og síendurteknu spurningunni "Hver stelur bara einu dekki?" Já ég er ánægð að búa ekki í svona krimmahverfi... tíhí. Já en þetta er það helsta og svo auðvitað er "THE BIG MAMA" á leiðinni í fótboltapartý á föstudaginn... bumba er engin hindrun :o) Lifið heil

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?