<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, september 12, 2004

Loksins loksins 

Hafið þið spáð í því að því minna sem maður hefur að gera því latari verður mann.. bara það að vaska upp verður hið mesta mál. Ég er svosum ekkert búin að vera duglegust í því að undirbúa komu litla ungans.. einhvern veginn er hugsunin alltaf sú "úff.. ég nenni nú ekki bara að eyða tímanum í að bíða eftir að unginn komi í heiminn" og allt í einu átta ég mig á því að það eru bara 7 vikur í áætlaðan komutíma.. gúlp og Fannslan ekki búin að gera neitt. Alltaf er jafn erfitt að koma sér í gang. Já óléttufréttir fyrir áhugasama... ég var hjá ljósu á miðvikudaginn síðasta og það var bara allt í góðu lagi með krílið, sparkaði í hana og alles.. en ég á engu að síður að fara í einhverja sykurmælingu á fimmtudaginn næsta þar sem það fannst of mikill sykur í þvaginu (girnilegt ég veit). Það á að útiloka meðgöngusykursýki.. við krossum fingur. Ljósan heldur að litli unginn sé orðinn c.a. 2,2 kíló sem er bara ágætt og er ég bara passlega sátt við það. Well nóg um óléttu.
Ég prófaði íslenska kaffihúsið hér í Odense í vikunni og er það bara hið fínasta.. ég og Fríða fórum og spókuðum okkur með kúlurnar út í loftið og spjölluðum um óléttu og fleira.. Og þar sem við vorum fyrstu íslendingarnir sem komu á kaffihúsið fengum við drykki í boði hússins.. ódýr kaffihúsaferð það :o) Í gærkveldi fór ég svo með Kidda og Gísla í partý til Magga.. þetta var bara hið ágætasta teiti.. það er orðið langt síðan við hittum svona marga íslendinga í einu og náðum við barasta að hitta þónokkra þarna. Já þetta er svona helst að frétta af litlu fjölskyldunni minni.. En fyrir þá sem þekkja til þá er Kiddi náttúrulega á kafi í vinnu, as usual og bíður spenntur eftir komu ungans eins og fleiri :o) En það eru hinar ýmsu getgátur um hvort kynið þetta verði... spennan eykst, jæja vonandi líður ekki svona langur tími í næsta blogg.. bið að heilsa í bili

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?