<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, ágúst 28, 2004

Ég vil byrja á því að þakka Villa og Kötlu fyrir góðan tíma og fyrir það að koma í heimsókn til okkar baunabúa.. komið sem allra fyrst aftur. Villi og Katla voru hérna hjá okkur í helgarferð og voru dagarnir nýttir vel... doldið strembið fyrir eina svona þykka en er bara búin að sofa restina af vikunni :o) Þau komu á föstudegi og fór sá dagur auðvitað mest í afslöppun eftir ferðalagið.. spiluðum bara og höfðum það næs. Vöknuðum svo snemma á laugardegi til þess að kíkja í løveparken.. þar lifa dýrin út í náttúrunni og fólk getur keyrt í gegn og skoðað dýrin, að sjálfsögðu með lokaða glugga og alles.. enda ekki sniðugt að fá eins og eitt stykki ljón inn í bílinn. Þetta var mjög skemmtilegt, maður mátti svo líka fara út á nokkrum stöðum.. eftir þessa fínu safaríferð var ferðinni haldið á Himmelbjergið sem er hæðsti tindur Danmerkur.. en samt ekkert mjög hár, þetta var nú samt bara hin fínasta afþreying.. En þetta fannst Kidda ekki nóg og vildi endilega kíkja aðeins til þýskalands til þess að bæta aðeins á bjór og gos birgðirnar heima.. því renndum við til Þýskalands.. úff ein doldið þreytt þegar heim var komið að nýju. En nei, auðvitað þarf maður aðeins að sýna gestum næturlífið þegar þeir koma.. því voru Villi og Katla dreginn á Ryans í eins og einn bjór.. en við vorum nú öll tiltölulega þreytt og því var ekki mikið um djammið.. fórum snemma heim. Við leifðum okkur nú að sofa út á Sunnudeginum en héldum samt að stað til kóngsins København um 14:00.. kíktum við í tívolíð Bakken og að sjálfsögðu tívolíið í Køben. Héldum svo heim á leið um kl. 23:oo. Mánudeginum eyddum við svo á götum Odense.. fengum okkur smá rölt í bænum og skelltum okkur svo niður að Odense å (ánni í Odense) og leigðum okkur árabát.. herramennirnir svo myndalegir að róa með okkur pæjurnar og sáust snilldartaktar hjá róðrarmönnum. Enduðum svo á rólegu kvöldi heima að spila og spjalla.. bara hygge hygge. Seinnipart þriðjudagsins þurftu Villi og Katla svo að fara til baka :o/ en við eyddum nú samt fyrrihluta dagsins í Rosengårdcentrinu (kringlunni) og náðu þau að versla sér eitthvað smá áður en haldið var heim á leið. Þannig fór um sjóferð þá... Vona að þau hafi skemmt sér eins vel og við hin :o) Takk fyrir dúllurnar mínar..

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

Afmæli afmæli 

Já ég var búinn að blogga svo feitt um daginn og svo fór rafmagnið bara af... grrrrrrrrrrrrrrrr... ég var svo fúl að ég er ekki búin að blogga um skeið.
Þannig er að ég þekki allmarga sem eiga afmæli í ágúst :o) Sæta systir mín hún Svanhvít á afmæli þann 15. ágúst og varð hún 37 ára.. innilega til hamingju með það elsku stóra syss, luv ya. Hún eiga þrjú af hennar börnum afmæli einnig í ágúst.. þann 17. 19. og 21. ágúst.. ljónagryfja. Tumi litli varð 3ja ára þann 17., Erla Fanný súperskvíz varð 19 ára 19. og svo átti hann Friðrik töffari afmæli 21. ágúst og varð hann 14 ára.. þið fáið öll risa koss og knús frá STÓRU frænku :o*
Ekki má svo gleyma vinkonum mínum.. Bergný átti afmæli þann 7. ágúst og varð hvorki meira né minna en 30 ára, stór áfangi það, innilega til hamingju með það. Hulda átti svo afmæli 8. ágúst og varð hún 27 ára.. til lukku með það gamla, vildi óska að ég hefði vitað af þér í Búðardal þann 7. þá hefðir þú sko fengið risaknús í tilefni dagsins :o)
Til hamingju með afmælið öll saman og vonandi hafið þið átt yndislegan afmælisdag...

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?