<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Mætt aftur 

Já mín var bara á Íslandi í viku.. fékk sjálf að vita það fimmtudaginn 5.ág. að ég væri að fara til Íslands 6.ág. Þannig að ég náði nú ekki að láta allt of marga vita. Kiddi fór á bekkjarmót á laugardeginum í Búðardal. Þar djömmuðum við til klukkan 4 um nóttina, hafði ég nú aldrei búist við að það gæti verið svona mikið stuð í Búðardal... svo eftir allt stuðið renndum við á Hóla til að heimsækja tengdó.. alltaf gott að komast aðeins i sveitarsæluna. Á sunnudeginum renndum við svo aftur til Reykjavíkur til að hitta restina af fjölskyldunni hans Kidda. En kvöldið endaði hjá Skarpa bró, Önju og Boris.. alltaf stækkar þessi hundur, mesta perla. Kiddi fór svo heim á mánudeginum en Fannslan var eftir og flaug seinna um daginn til Egilsstaða þar sem mútta og pabbi biðu eftir mér og fóru með mér í bústað... þar eyddi ég svo góðri viku í snilldarveðri. Svanhvít syss og börn voru einnig í bústaðnum. Þessi vika var því einungis afslöppun í faðmi fjölskyldunnar.. alveg nauðsynlegt stundum. Nú er ég semsagt komin aftur til DK. Ég gleymdi nú að nefna að við komum að sjálfsögðu við hjá Bryndísi og Rúnari til þess að kíkja á hann Geirmund Viðar... þvílíkt krútt. Hann var alveg rólegur hjá mér enda fékk hann þetta fína kúlubúanudd frá afbrýðissama kúlubúanum mínum :o) Alveg óður kúlubúi sem ég er með.. múttan hans átti sko ekkert að vera að veita einhverju öðru barni athygli. Svona í restina... Kæra Sigga innilega til hamingju með 26 árin.. velkomin í hópinn :o) Elena á einnig afmæli í dag og er einnig 26. Þannig að til hamingju með það gellur...

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?