<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Allt að koma :o) 

Já þetta er allt að koma hér í danaveldi.  Sólin hefur allavega sýnt sig meira síðustu daga.  Við vonum bara að það haldist út sumarið. Mér finnst það allavega dáldið lélegt að ég sé bara búin að fara einu sinni á ströndina í allt sumar.  Ætli þetta endi bara ekki allt saman með að maður pakki bikiníinu niður og fari bara í sólina á Íslandi.. hélt ekki að ég ætti eftir að segja þetta :o/ 
En flestir mínir daga fara í garðvinnu.. annað hvort í vinnunni eða í kolonigarðinum okkar og Völu syss.  En þar erum við með eplatré, jarðaber, hindber, ribsber, kál, gulrætur, kartöflur og maís... já maður er næstum því bara alvöru bóndi.  En þetta er allt saman bara fínasta mál.  Kiddi er auðvitað alltaf á fullu í vinnunni og verður maður því að finna sér einhvað að gera og helst eitthvað annað en að eyða fullt af peningum :0)    Já manni er aðeins farið að langa að ferðast eitthvað og fara í smá sumarleyfi með kallinum sínum.. við skulum bara vona að það verði eitthvað hægt í ágúst...   Væri svosum ekkert slæmt að keyra t.d. til Þýskalands og skoða sig um.. það er ekkert svo rusalega langt þangað.  Well ég vona það besta.  Ha´en god dag alle sammen.  Venlig hilsen ....

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?