miðvikudagur, júlí 14, 2004
De grunes!!!
Úff.. orðið dáldið langt síðan síðast!!! En maður verður stundum bissí (eða bara latur) og finnur sér ekki tíma í bloggið. Síðustu helgi skelltum við okkur nú á Grøn koncert þar sem fullt af dönskum hljómsveitum spiluðum og það var bara hygge og solleiðis. Eftir það héldum við okkar fyrstu hljómsveitaræfingu... en Elvar og Kiddi eru haldnir þeirri skemmtilegu áráttu að vilja stofna hljómsveit, þá einungis með cover lög að ég held. En allavegana.. eftir tónleikana voru þeir orðnir dáldið mjúkir og skelltum við okkur hingað heim og fórum að spila á gítar og syngja og Kiddi bjó sér til trommusett úr plastboxum.. gaman gaman. En það má nú eiginlega ekki gleyma að Elvar bauð okkur í brunch í hádeginu fyrir tónleikana (tónleikarnir voru frá 13-21). Ég og Kiddi gengum inn með ekkert of miklar væntingar en var kallinn (Elvar) þá ekki bara að myndast feitt í eldhúsinu og er ég liggur við ennþá södd eftir herlegheitin.. Takk fyrir mig Elvar. Það voru egg, beikon, kjúllabringa, ostur, þurrkuð skinka eða eitthvað, sveppir, rauðlaukur og svo lengi mætti telja.. snilldarkokkur hann Elvar.
Veðrið í DK búið að vera hreint út sagt ömurlegt þetta sumarið og ég sem vonaðist eftir að geta verið dáldið brún eftir sumarið svo að ég yrði ekki mest hvít og mygluð ólétt stelpa... en allt kemur fyrir ekki. well vonum bara að ágúst verði allavega sæmilegur sólarmánuður. I need some color people!!! Allavega.. það er einhverjir að rukka mig um bumbumyndir.. þar sem að ég mögulega hef ekki öll e-mail og er enn ekki nógu klár til þess að vera með eitthvað myndaalbúm á síðunni minni þá verð ég bara að biðja um bumbumyndapantara að vinsamlegast kvitta fyrir sig og skilja eftir e-mail hérna í commentinu og þá get ég kannski barasta sent ykkur myndir :o) Have a lovely life... until next time :o*
Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)
Veðrið í DK búið að vera hreint út sagt ömurlegt þetta sumarið og ég sem vonaðist eftir að geta verið dáldið brún eftir sumarið svo að ég yrði ekki mest hvít og mygluð ólétt stelpa... en allt kemur fyrir ekki. well vonum bara að ágúst verði allavega sæmilegur sólarmánuður. I need some color people!!! Allavega.. það er einhverjir að rukka mig um bumbumyndir.. þar sem að ég mögulega hef ekki öll e-mail og er enn ekki nógu klár til þess að vera með eitthvað myndaalbúm á síðunni minni þá verð ég bara að biðja um bumbumyndapantara að vinsamlegast kvitta fyrir sig og skilja eftir e-mail hérna í commentinu og þá get ég kannski barasta sent ykkur myndir :o) Have a lovely life... until next time :o*