sunnudagur, júlí 04, 2004
Bara ágætis helgi já!
Lilja Margrét litla frænka er 12 ára í dag og óska ég henni innilega til hamingju með það... aðeins 2 ár í fermingu :o)
En helgin er búin að vera fín.. fyrir það fyrsta er ég endanlega búin að endurheimta kallinn minn aftur. Við erum því búin að nýta þessa helgi vel. Föstudagurinn var bíó og svo aðeins kíkt á Ryans.. tókum við Elvar með í þessa ævintýraleit því hann er einn og yfirgefinn þessa dagana þar sem Harpa er farin til Íslands. Laugardagurinn fór svo í hygge heimavið og aðeins kíkt í bæinn.. kvöldið tókum við ekki mjög góða mynd sem heitir "Duplex" á ensku með Drew Barrymor og Ben Stiller... við mælum ekki með henni, doldið léleg afþreying. Kvöldinu lauk svo í playstation með Elvari. Í dag nýttum við svo næstum því góða veðrið og fórum í skovsøen með Völu syss og Elvari og fengum okkur kúluís.. síðan kíkti ég með Elvari og Kidda í golf.. reyndar bara á svona æfingarsvæði þar sem þeir æfðu drævin (á góðri íslensku). Svo hentum við okkur heim og bökuðum tvö stykki pizzu og horfðum á úrslitaleik HM... til hamingju Grikkir þið stóðuð ykkur vel. En núna er eiginlega kominn lúllutími og er Fannslan að fara að sofa.. bið að heilsa í bili og góða nótt :o*
Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)
En helgin er búin að vera fín.. fyrir það fyrsta er ég endanlega búin að endurheimta kallinn minn aftur. Við erum því búin að nýta þessa helgi vel. Föstudagurinn var bíó og svo aðeins kíkt á Ryans.. tókum við Elvar með í þessa ævintýraleit því hann er einn og yfirgefinn þessa dagana þar sem Harpa er farin til Íslands. Laugardagurinn fór svo í hygge heimavið og aðeins kíkt í bæinn.. kvöldið tókum við ekki mjög góða mynd sem heitir "Duplex" á ensku með Drew Barrymor og Ben Stiller... við mælum ekki með henni, doldið léleg afþreying. Kvöldinu lauk svo í playstation með Elvari. Í dag nýttum við svo næstum því góða veðrið og fórum í skovsøen með Völu syss og Elvari og fengum okkur kúluís.. síðan kíkti ég með Elvari og Kidda í golf.. reyndar bara á svona æfingarsvæði þar sem þeir æfðu drævin (á góðri íslensku). Svo hentum við okkur heim og bökuðum tvö stykki pizzu og horfðum á úrslitaleik HM... til hamingju Grikkir þið stóðuð ykkur vel. En núna er eiginlega kominn lúllutími og er Fannslan að fara að sofa.. bið að heilsa í bili og góða nótt :o*