fimmtudagur, júlí 01, 2004
Rigning :o/
Ég er eiginlega ekki að nenna þessari rigningu hér... hvar er sólin sem við öll elskum og dáum. Ég sá glimta í hana í gær og flýtti mér að fá mér einn sunday ís á mcdonalds.. annars er ég sjúk í ís í augnablikinu og sakna ekkert smá að geta ekki keypt mér bragðaref eða ekta íslenskan sheik.. mmmmmmmmmmmm. En kannski er það bara eins gott, þá breytist maður kannski ekki í fíl á no time. En dagurinn í gær var ágætur.. kallinn sem ég er að vinna með í garðyrkjunni var bara töluvert ölvaður þegar ég mætti, þar sem að hann var í einhverju afmæli daginn áður. Því fékk ég frí klukkan 9 í gærmorgun.. hann ætlaði líka að taka sér frí, ótrúlegt en satt. Ég fór því heim og lagði mig aðeins.. svo eftir hádegi fór ég í bankann og versla í matinn o.fl. og hitti svo Fríðu í bænum og við létum okkur leiðast saman frekar en í sitthvoru lagi :o) og endaði dagurinn svo heima hjá Völu syss þar sem við baunafjölskyldan pöntuðum okkur pizzu (ekki nógu góða samt). Í dag ætla ég svo að hangsa eitthvað með Bergný, hef ég verið í fríi í dag vegna rigningar.. finnst ég alltaf vera í fríi og þegar maður hefur ekkert að gera þá er ekkert svo skemmtilegt að vera í fríi... well nóg í bili. Have a nice day :o)
Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)
þriðjudagur, júní 29, 2004
Bambinos bambinos
Já ég hef alltaf gleymt að nefna það hér á blogginu að hún Bryndís og hann Rúnar eignuðust lítinn(risa) dreng þann 14.júní.. hann er einmitt kominn með link hér á síðunni minni undir Kútur B&R. Og svo fyrir þá sem lesa ekko commentin hér á síðunni þá var hún Anna Kristín vinkona mín að eignast sitt 2.barn núna 27.júní, litla sæta stelpu... ég óska öllum þessum nýbökuðum foreldrum til hamingju með þetta. Já svo má ekki gleyma Bylgju og Jesper sem voru einnig að eignast sitt 2.barn... annann lítinn strák 21. júní og auðvitað voru Brynja og Trausti að eignast ogguponsu strák þann 3.júní. Úff barnaflóð.. eins gott að klára þetta bara í einum rikk :o) Greinilega margir sem voru mjög aktívir á ákveðnum tímapunkti þarna á síðasta ári. En nóg um bambino núna.. enda allir ábyggilega orðnir þreyttir á bambinotali... en það á nú ábyggilega samt eftir að poppa upp svona smá bambinofréttir inn á milli þar sem að ég þekki nokkur stykki í viðbót sem eru væntanleg á þessu ári.... en til lukku allir nýbakaðir foreldrar :o*
Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)