<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, júní 26, 2004

Laugardagur til lukku 

Já Kiddi minn er að koma heim í dag... eftir c.a. 2 tíma, gleði gleði. En hann er að koma heim eftir endalausa reisu milli Íslands og Írlands og loksins kemur hann aftur til DK. Vonum að hann hafi fangað eitthvað sólskin á leiðinni til þess að taka með til okkar þar sem síðasta vika er eiginlega bara búin að vera mikil rigningarvika.. en ég er þá auðvitað búin að vera í helgarfríi síðan um 10:30 á miðvikudagsmorgun :o)
Svo átti hún Sara frænka afmæli í gær og varð 13 ára skvísa... úff langt síðan að maður var 13. En ég óska henni innilega til hamingju með afmælið og vona að hún hafi átt frábæran afmælisdag með fullt af flottum gjöfum :o) Thanks for today...

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

fimmtudagur, júní 24, 2004

Múhahahahahaha!!! 

Já mér finnst nú ekki leiðinlegt að Þýskaland sé dottið út. Enda finnst mér þeir ekki eiga það skilið því þeir eru nú ekki búnir að vera að sýna einhverja rusalega yfirburði í þessum leikjum... eiginlega bara ekkert góðir, eini sem getur eitthvað er Bällack.
Svo er það Danmörk-Svíþjóð leikurinn.. er ekki bara típískt að leikurinn fari svo bara 2-2 múhahahahahaha og ítalir með allar sínar samsæriskenningar.. æj æj allir ítalir bara að fara heim til múttu sinnar í spaghettí og kjötbollur :o)
jæja nóg um boltann... Kiddi kemur heim á laugardaginn eftir allt saman, fékk ekki far fyrr. Grenjandi rigning í DK þennan daginn og Fannslan með frídag eftir því. Enda var ég að vona það þar sem ég stakk af í gærkveldi með vinkonunum í sumarhús. Þar var borðaður góður matur, spilað, spjallað, horft á EM, kíkt á brennu og sofið illa.. enda mikið þreytt ég sem kom heim í hádeginu og fór að lúlla í mínu EIGIN rúmmi. Semsagt fínt kvöld og erfið nótt en ánægjuleg stund :o) jæja elsku dúllur eigið yndislegan dag...

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

þriðjudagur, júní 22, 2004

Danmörk-Svíþjóð 

Já spennan í hámarki.. í kvöld fer ég yfir til Conju og Önju og hitti nokkrar fótboltagellur þar sem við ætlum að panta pizzu og horfa á landsleikinn.. Danir eru þvílíkt spenntir enda skil ég það vel. Ítalir skíthræddir um að DK og SVE séu búin að ákveða fyrirfram að það verði 2-2 jafntefli því þá komast bæði lið áfram og Ítalía situr eftir með sárt ennið... leifum þessum ítölum að svitna aðeins, múhahahahahaha. Já Kiddi er á leið til Dublin aftur í þessum töluðum orðum og kemur líklega hingað heim á föstudaginn.. að öllum líkindum. Já hann Kiddi minn er búin að vera á svo miklu flakki undanfarna viku. Fyrir viku síðan lagði hann í hann til Íslands og svo þegar hann lendir á Íslandi þá fær hann að vita að hann þurfi að fara til Dublin daginn eftir.. á laugardaginn síðasta fór hann svo aftur til Íslands og er á leiðinni til Dublin í dag.. ekki öfunda ég hann af öllu þessu ferðalagi, hlakka bara til að fá hann heim :o)
Já í gær var hvorki meira né minna en 2 ár frá því að við hjúin rifum okkur upp með rótum og fluttum í baunalandið.. til hamingju með það við. 2 ár á hjóli.. það er nú bara afrek út af fyrir sig, sérstaklega fyrir frú leti. Þetta er nú nóg í bili.. ætli maður verði nú ekki að enda þetta á ÁFRAM DANMÖRK (eiginlega hrein skildurækni, finnst svíarnir góðir, jafntefli 2-2 je je)

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?