<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, júní 19, 2004

17. júní haldinn 19.júní 

Já í Danmörku fá Íslendingar ekki frí á 17.júní þannig að við héldum bara 17. júní í dag... að vísu mætti veðrið hafa verið betra en hverju erum við íslendingar ekki vön á 17.júní. Íslenskt nammi á boðstólnum en reyndar ekki ísl. pulsur, but we take what we can get.. enda held ég að nammið hafi selst ofur vel í dag, enda um fágætt góðgæti að ræða :o) íSLENSKT ALLTAF BEST... það er dáldið ótrúlegt að þegar maður flytur frá Íslandi þá er alltaf það íslenska mest og best. Þó að maður hafi kannski frekar keypt snickers heldur en t.d. draum þegar maður bjó á Íslandi þá myndi maður vera tilbúinn til þess að borga helmingi meira fyrir drauminn en snickersið núna... svona er maður ruglaður, always want what you can´t get!!! þannig er þetta bara. En við erum íslendingar og stolt af okkar afurðum og þannig á þetta að vera. well bara smá ræða í tilefni dagsins, með smá ensku ívafi :o).. (sumt hljómar bara asnalega á íslensku) Bið að heilsa í bili...

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

föstudagur, júní 18, 2004

Sumarvinna 

Já það hefur einhver bloggleti verið að hrjá mann... Búin að halda kveðjutónleika með kórnum fyrir sumarið þó að það verði hittingur á mánudaginn.. smá grill og gaman áður en haldið verður almennilega út í sumarið :o) Kiddi er eins og er í Írlandi við atvinnu sína og er væntalegur til Íslands á laugardaginn. Þannig að Fannsla er bara ein í kotinu og finnur sé vafalaust eitthvað til dundurs. Annars er það nýjasta að ég var send í svona garðvinnu heima hjá gömlu fólki, þetta er bara þrælhuggulegt og auk þess fær maður að vera úti í allt sumar. En það besta við þetta allt saman að ef að það er rigning að þá er frídagur.. ekkert hægt að vinna í svona bleytu, tíhí ekki leiðinlegt. Já og svo sendir kallinn mig alltaf heim í seinasta lagi um hádegi... Fríða mæli með því að þú farir að sækja um bætur... þá ertu líka með pottþétt fæðingarorlof frá kommúnunni.. að ég held. Já hvaða lúxuslífi er ég að fara að lifa í sumar.. kannski eins gott með þessa sífellt stækkandi kúlu. Svo mæli ég auðvitað með því að sem flestir kíkí í heimsókn til okkar í sumar.. alltaf gaman að fá gesti :o) Já takk fyrir í dag og hafið það sem allra best

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

sunnudagur, júní 13, 2004

Sumarfrí ??? 

Jæja þá á hún mútta mín afmæli í dag.. óska henni innilega til hamingju með afmælið og vona að hún eigi ánægjulegan dag.
Já Fannsla komin í sumarfrí... eða langt frí frá boltanum. Síðasti leikurinn spilaður í gær og vannst 4-2.. og svo var að sjálfsögðu djamm um kvöldið, enda ekki leiðinlegt að vinna þetta tímabil með ekki einn tapleik... en næsta tímabil verður nú ekki eins auðvelt þar sem við spilum í einni deild hærra... en ég verð ekki með :o/
Já það er bara sól og blíða í dag og skelltum við okkur bara á ströndina með Hörpu og Elvari og reyndum að næla okkur í smá lit... bölvað vesen að geta ekki legið á maganum þegar maður er í sólbaði, en ætli maður sætti sig bara ekki við það. Á morgun... fyrsti sónartíminn og er mikil tilhlökkun á heimilinu, og pabbi við lofum að segja þér ef að krílið vinkar afa sínum :o) Jæja nú er bara EM fótboltagláp framundan í kvöld... bið að heilsa í bili, lifið heil

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?