<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júní 09, 2004

Jæja já 

Ég vil byrja á því að óska henni ömmu minni til hamingju með daginn :o*
Ég átti nú að byrja minn fyrsta dag í dag sem garðyrkumeistari fyrir gamla fólkið... en allt kom fyrir ekki, vaknaði upp í grenjandi rigningu í morgun en mætti nú samt þar sem mér var sagt.. en enginn á staðnum. Ég beið í c.a. 15 mín. og hringdi svo í yfirboðara minn, hann sagði mér bara að það væri allt of blautt til þess að vinna og að ég ætti bara að fara heim og koma á morgun :o) þetta er nú meiri brandarinn en þar sem ég er alveg búinn eftir leikinn í gær tók ég þessum fregnum fagnandi og fór heim að hvíla mig. Talandi um leikinn í gær var hann frekar strembinn og hljóp ég heilann helling og má segja að ég finni fyrir því í dag. Við töpuðum 4-0 en það segir nú samt ekki allt.. við áttum nú nokkur færi sem rötuðu í stangir og slær... grrrrrrr ekkert meira pirrandi. En svona er þetta nú.. fyrsti tapleikur sumarsins en hann var þó á móti liði sem spilar 2 deildum fyrir ofan okkur.
Var að tala við Bryndísi sem átti að eiga 3.júní... hún bíður enn og að sjálfsögðu spennt. Vona að allt gangi upp að lokum og hún þurfi ekki að bíða lengi enn... og Bryndís, ég bíð svo eftir fréttum og myndum og mundu að nafnið Fanný er afskaplega flott stelpunafn ef þetta er stelpa :o) Enda þekkirðu bara skemmtilegar Fannýjur, tíhí

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

þriðjudagur, júní 08, 2004

Ánægðust!!! 

Í augnablikinu er ég svo ótrúlega ánægð... ég var að koma frá tannlækninum, já mamma tannlækninum... og Fannsla bara með enga skemmd.. En fyrir þá sem ekki vita þjáist ég af mikilli hræðslu við tannlækna, ég hef þess vegna ekki farið í c.a. 7 ár eða meira... doldið lengi. En ég kom alveg hoppandi glöð út frá tannlækninum áðan... var meira segja næstum því búin að ræða það að láta svæfa mig og gera við allar tennurnar í einu. En þegar ég kom heim hlammaði ég mér í sófann og slappaði af.. byrjaði þá ekki bara bumbukrílið að synda á fullu.. doldið fyndin tilfinning :o) Kiddi minn var að fá 9 í prófi rétt áðan og er ég ekkert smá stolt af kallinum mínum... á einn klárasta kallinn, alveg pottþétt... vonandi erfir bambinoið það eftir hann. Well er að undirbúa mig fyrir bikarleikinn í kvöld sem hefst 18:45 að dönskum tíma.. verður maður grenjandi eftir leikinn eður ei???? er nebblega smá tapsár :o/... bið að heilsa í bili

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

sunnudagur, júní 06, 2004

fótbolti fótbolti 

Mér langaði bara að setja inn smá fótboltafréttir. Við unnum semsagt leikinn í gær 5-1 með meðal annars tveimur mörkum frá speedy gellunni ógurlegu (mér... tíhí). En ég veit ekki hvaða ógurlega lukka fylgir mér þessa dagana.. ótrúlegt. Næsti leikur er á móti liði sem spilar víst í Fyns serie... sem er doldið ofar enn við, þannig að ég reikna ekki með því að vera syngjandi glöð eftir þann leik (þetta er n.k. bikarleikur). En með sigrinum í gær erum við pottþéttar upp í seríu 1 sem næsta sería á eftir Fyns seríu... annars er ég ekkert voðalega klár í þessari deildarskiptingu hér í DK, ég spila bara til að vinna... meira geri ég ekki, enda kannski doldið mikið tapsár týpa :o) Jahá svo íslendingar töpuðu 6-1 fyrir Englandi.. uhumm, maður bjóst nú svosum við tapi en kannski ekki einhverju rústi af hálfu Englendinga... en jæja við náðum þó allavega einu marki.. gleðjumst yfir því, eitt er betra en ekkert. Well botabull búið í bili... Kiddi er að baka skúffuköku mmmmmmmm verð að fara núna...

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

Fannst þetta doldið snigðugt próf!!! 


YELLOWYou are very perceptive and smart. You are clear and to the point and have a great sense of humor. You are always learning and searching for understanding.
Find out your color at Quiz Me!Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?