<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, júní 05, 2004

Góðir hálsar... 

Jæja komin aftur... er alltaf að hugsa um að fara að skrifa eitthvað en kemst einhvern veginn ekki í það. Það er búið að vera allt á fullu í boltanum. Leikurinn 17.maí... minn síðasti leikur sem 25 ára, var ekki eins og ég vildi hafa hann. Ömurlegasti leikur tímabilsins... við gerðum jafntefli 3-3 á móti liði sem við hefðum getað unnið með tveggja stafa tölu. Jæja en stelpurnar komu í heimsókn frá klakanum og var þetta frábær tími... takk stelpur fyrir yndislegan tíma.. hefði samt viljað fara í rússíbanan með Elku, en maður getur ekki fengið allt... en næsta sumar þá verður sko farið í rússíbana. Boltinn gengur enn, sumarfríið byrjar 12.júní og þá er sko tími kominn fyrir pásu. Púff maður er sko farinn að finna aðeins fyrir þyngdinni núna, en það stoppaði samt ekki gelluna í að gera 3 mörk í síðasta leik og tvö þeirra með því að stinga varnarmann af.. einhverja tvítuga gellu... ef hún bara vissi hversu gömul, þung og þreytt ég er þá held ég að hún myndi hætta að spila fótbolta nú þegar... var nú samt ekkert að nudda þessu í hana. Well leikur í dag og frábært veður.. doldið heitt, eitthvað um 20 gráður... ekki léttast að spila í svona hita. Já allt gengur bara vel í danmörkinni núna.. Kiddi að fara í próf í þessari viku og klárar fyrir helgi og fer svo mjög líklega til Írlands 14.júní bara liggur við 15 mín. eftir fyrsta sónartímann okkar... well er eiginlega bara sátt að hann komist með. En Kiddi er semsagt að fara að vinna í Írlandi í eina til tvær vikur. Dublin here comes Kiddi. Já Fannsla reddar sér í svona stuttan tíma. Nóg að djammi og svona í boltanum þannig að við finnum eitthvað að gera. Svo er líka tónleikar hjá mér í kórnum að kveldi 14.júní og svo kemur sumarfrí líka í kórnum. Eitt að lokum ÁFRAM ÍSLAND... get ekki séð leikinn en vona að strákarnir standi sig....

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?