þriðjudagur, mars 23, 2004
Já einhvern veginn grunar mig að þessi próf segi ekki alltaf sannleikann!!!
Barefoot- free, rebellious, and wild, you hate
boundries and rules. You tend to be on the
crazy side and often sweep people up along with
you. You are most likely the leader of your
group of friends. [please vote! thank you! :)]
What Kind of Shoe Are You?
brought to you by Quizilla
Af mér er einstaklega lítið að frétta... enda er ég formlega orðin ein af lélegustu bloggurum aldarinnar. Góðu fréttirnar eru að ökklinn verður alltaf betri og betri og ætlar Fannsla að prufa að æfa næstu helgi, sjáum til hvernig það fer. Svo er nú að styttast í heimkomu mína, gleði gleði... vona að ég hitti sem flesta. Þetta verður nú samt stutt stopp og verð ég aðeins í 8 daga. Já og svo ætla Sigga Inga, Laufey og Elka að koma til Danmerkur í maí. Ég er líka bara alveg sátt við það.. hlakkar ekkert smá til. Ég er enn að vinna á smíðaverkstæðinu og fer á fund núna á fimmtudaginn og fæ þá væntalega að vita hvort ég geti ekki bara farið inn sem aðstoðarmaneskja inn á leikskóla.. en þá fæ samt ennþá atvinnuleysisbætur... vissi ekki hvað það er ömurlegt að vera atvinnulaus en jæja maður lítur bara á björtu hliðarnar, nú læri ég allavega eitthvað sem ég hefði ekki lært. T.d. er ég að setja glugga í núna og það er alveg heilmikil reynsla :o) ég hef verið með til að gera borðplötu og smíða kassa eftir módeli... hvar hef ég átt að öðlast þessa reynslu annars? Er hamingja bara ekki eitthvað sem maður velur sjálfur.. þú getur valið sjálf hvort þú nennir að velta þér upp úr sjálfsvorkun eða hvort þú viljir vera hamingjusöm/samur. Eigum við ekki bara öll að velja að vera hamingjusöm... meðan ég get enn fengið einhvern til þess að brosa og líða vel þá er ég ánægð.. ég get þó alltaf gert sjálfa mig ánægða. Always look at the bright side of life :o) Þetta þýðir samt ekki að það geti enginn gert mig fúla og pirrað mig helv... mikið. Núna er ég að vinna með einum sem var búinn að vera veikur í tvær vikur og er núna búinn að vera í 2 daga eftir veikindin... og enginn þolir hann. Þekkið þið ekki þessar týpur sem vita allt, geta allt og eru einfaldlega betri en allir aðrir. Já svoleiðis er þessi gæi og hann er bölv.... kvennahatari. Í gær sagði hann upp úr þurru "ég hef aldrei skilið þetta með fæðingarorlof, konur geta bara valið hvort þær vilji eiga krakka eða vinna... auminga atvinnurekendurnir þurfa að borga þeim fæðingarorlof" What the fuck is that!!! Ekki nóg með að allir kallarnir litu bara á hann og hristu hausinn þá var hann gjörsamlega tekinn í gegn af okkur stelpunum. Fanný að rífa kjaft á dönsku... það hefðu ábyggilega einhverjir getað drepist úr hlátri þá.. vá hvað við urðum reiðar. Já konur áttu sko ekki skilið að fá fæðingarorlof. Æj hann er svo mikið fífl.. í dag lenti hann í nokkrum rifrildum við yfirmanninn að því að hann vildi meina að hann vissi margt betur heldur en yfirmaðurinn.... grrrrrrrrr. Já og svo er hann búinn að vera að nota hanska sem mér var úthlutað.. hef ég áhuga á að nota þá núna...don't think so!! og þið myndur skilja það ef þið sæuð gæjann. Þannig að ég fór til yfirmannsins og bað um nýja hanska. Þá sagði yfirmaðurinn við mig að við værum búin að fá hanska. "Ég veit, en ógeðslegi gæjinn er búinn að nota mína og ég hef ekki áhuga á að fara í þá núna" sagði ég þá bara beint út við hann... haldið ekki bara að yfirmaðurinn hafi rétt mér nýja hanska og sagt "ég skil þig".. segir það ekki ansi mikið um vinsældir gæjans. Æj mér finnst þetta samt allt mjög leiðinlegt en sumt fólk á erfitt með að skilja hvað veldur óvinsældum og hann virðist ekki fatta það, það eru allir búnir að reyna að benda honum á það. Well er búin að pirra mig nóg á þessum gæja. Mister know it all fær smá pásu núna. Ég bið ykkur vel að lifa og munið mikilvægi hamingjunnar og það að hugsa áður en maður talar... púff hvað ég læri mikið á þessu smíðaverkstæði :o)