<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, mars 13, 2004

Laugadagur til lukku 

Já hér sit ég nýkomin úr bíó... var að horfa á Gothika með Halle Berry. Mér fannst hún að sjálfsögðu góð eins og alltaf með svona spennu/hryllingsmyndir... alltaf auðvelt að fá mig til þess að lifa mig inn í eitthvað svona yfirnáttúrulegt. Já þessi dagur er nú eiginlega annars búin að vera að liggja með löppina upp í loft. Fyrir þá sem ekki vita þá tognaði ég mjög illa á æfingu á þriðjudaginn... ekki í fyrsta skipti sem ég togna á þessari sömu löpp. Allavegana þá er mjög langt síðan að ég tognaði svona illa.. Kiddi þurfti að bera mig inn í herbergi á þriðjudaginn svo að ég kæmist þangað, sársaukinn var þvílíkur. En á miðvikurdagurinn var engu betri, ég komst ekki einu sinni á klósettið án hjálpar Kidda. Hann er svo yndislegur þessi elska að hann tók sér frí úr skólanum til þess að sinna gellunni sinni... er hægt að finna betri gæa... ég held ekki. Hann þjónaði mér vel og er ég honum ævinlega þakklát. Á fimmtudaginn ákvað ég nú að fara til læknis...en að sjálfsögðu er það alltaf það sama sem maður fær frá þessum læknum. Þar sem að ég hef tognað dáldið oft á þessum góða fæti þá kann ég þetta utanað.. en ég átti að sjálfsögðu að liggja með löppina upp í loft í 3-4 daga og mátti eingöngu stíga í fótinn til þess að fara á klósettið og tatatata ég fékk teygjusokk, vúbbí. Já en ég fékk að vísu hækjur ef ske kynni að ég þyrfti að fara eitthvað lengra en á klósettið sem ég þurfti svo að ná í á annan stað. Það tók auðvitað sinn tíma að fá þessar hækjur og ég nenni ekki einu sinni að lýsa því veseni sem því fylgdi... þið getið lesið ykkur til um það á síðunni hjá Kidda. Já en ég segi laugardagur til lukku vegna þess að það er í fyrsta skipti í dag sem fóturinn minn líkist eitthvað fæti og er ekki afmyndaður... og ég get nokkurn vegin gengið eðlilega, nú bíð ég bara spennt eftir að sjá hversu lengi ég þarf að bíða eftir að komast í gang í fótboltanum aftur, en eins og margir vita er ég ekki þolinmóðasta þegar kemur að því að ég geti ekki spilað fótbolta.. nenni ekki að bíða en það er sjálfsögðu nauðsynlegt. Öll familían búin að segja manni að hætta þessu því löppinn sé öll slök og þetta komi allt of oft fyrir... en það er erfiðara að hætta en maður heldur, belive me I know. Ég hætti einu sinni á hálft ár og fitnaði um níu kíló... þá vil ég heldur meiðast inn á milli og halda mér í kjörþyngd.. þarf kannski bara að finna mér eitthvað annað áhugamál,það er alltaf spurning????

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

mánudagur, mars 08, 2004

Vá... er ég virkilega svona hörð????? 

Viljið þið vinsamlegast svara þessu... þið sem þekkið mig!!!!

taf
You're taffy!! You're a clever and kind person,
but you tend to hold grudges. You are not big
on dishing out forgiveness.


Which kind of candy are you?
brought to you by Quizilla

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

sunnudagur, mars 07, 2004

Letidagur ársins 

Vá hvað þetta er búið að vera mikill letidagur hjá okkur hjúunum... dagurinn í gær var langur og strembinn. Hann byrjaði á að ég fór að spila æfingarleik kl. 11:00 og þurfti ég að spila sem aftasti maður eiginlega allann leikinn... EKKI SÁTT. Enn eins og flestir sem þekkja mig vita þá er vörnin ekki mín uppáhaldsstaður á vellinum og þá allra helst aftast. Jæja já þessi leikur fór 4-2 fyrir hinum og er það að vissu leyti minni frammistöðu sem aftasti maður á vellinum að þakka... reyndi að benda þjálfaranum á það... enn ég spilaði frábærlega að hans mati. Nenni ekki að pirra mig á því meir. Svo dró Conja mig í Rosenårdcenter (kringluna) að versla inn fyrir kvöldið og því fórum ég og Linda með henni... og brögðuðum að sjálfsögðu á smá óhollustu, mmmmmmmmm óhollusta. En svo þegar klukkan var farin að ganga fjögur (voða háfleyg, tíhí) þá komst ég loksins heim og fór með Kidda að versla smá afmælisgjöf fyrir kvöldið. Loksins rúmlega fjögur tókst mér að fá mér smá lúr í hálftíma... en þegar ég vaknaði voru bara pönnslur ala Kiddi sem biðu mín... mæli eindregið með svona pönnukökubakandi kærasta, ekkert smá gott að vakna við pönnuköku ilminn namminamm. Eftir pönnukökuát hófst svo uppáklæðning með meiru.. maður er alltaf að reyna að gera sig sætari og svo klukkan hálfsex komu Conja og Linda ásamt fleira fylgdarliði og náðu í mig og leiðinni haldið heim til Leu. Þar var smá teiti og héldum við svo niður í fótboltaklúbb þar sem átti að vera smá partý og matur fyrir liðin í klúbbnum... þar var ég til rúmlega níu og fór þá heim að ná í Kidda og við tókum strætó upp á Rasmus Rask, sem eru stúdenta íbúðir þar sem tugir íslendinga búa. Þar vorum við boðin í afmæli hjá Bryndísi sem var með mér í þorrablótsnefnd. Þar skemmtum við okkur vel í góðra vina hópi til klukkan tæplega fjögur í nótt. Enda var líka sofið lengi í dag... og ekki nóg með það þá var líka tekinn blundur frá klukkan þrjú til sex í dag... það er allt of gott að sofa, mmmmmmmmmm sofa. Kiddi eldaði mexíkanska grýtu fyrir okkur og núna er ég að bíða eftir að Royal súkkulaðibúðingurinn verði tilbúinn, Kiddi var nebblega svo sniðugur að kaupa Royal búðing heima á Íslandi... mmmmmmmm get ekki beðið, verð að þjóta að borða búðing. Hasta la vista baby, múhahahahahahaha

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?