<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, mars 02, 2004

Ble ble 

Já ekki mikið að segja í dag... var að vinna á leikskólanum í dag og er það alltaf hin mesta skemmtun, það er svo yndilslegt hvað þessir krakkar eru alltaf hreinskilin. Í dag sat einn 4ra ára strákur í fanginu á mér og annar við hliðina á mér... við sátum og spjölluðum og höfðum það bara fínt svo kemur sá þriðji og biður mig um að hjálpa sér við eitthvað.. þá stend ég upp og sömuleiðis hinir 2 sem höfðu setið hjá mér, svo tek ég eftir því að þessi sem sat hjá mér er í mesta basli við að tosa nærbuxurnar út rassinum.. svo kíkir hann á mig og segir: "jeg skulle bare lige tage min underbukser ud af røven" sem þýðir eiginlega bara "ég þurfti bara að taka nærbuxurnar úr rassgatinu".. doldið óheflað mál en samt dó ég næstum því úr hlátri... kannski finnst ykkur þetta ekkert fyndið en mér finnst það múhhahhahahahaha. Já æfing í kvöld og nýji þjálfarinn okkar alveg að tapa sér í hermennskunni.. en það er bara fínt. Danir eru ekkert vanir að láta píska sig áfram og heyrir maður alltaf eina og eina stelpu væla yfir honum... en mér finnst þetta fínt, þá drullast ég allvegana til þess að gera eitthvað. En fyrir þá sem ekki vita þá get ég verið latasta stelpa í heiminum. Svo var ein þreytt ég sem teygði á eftir æfingu.. þá kom þessi nýji herforingi og spurði mig hvort ég væri þreytt, ég horfði bara á hann og sagði neeeeh ekki svo mikið... úff var ég bara að kalla yfir okkur meira púl í næsta skipti... vona ekki, við hlupum ansk.... mikið þettað skiptið. En svo eftir sturtu setjumst við alltaf upp í klúbbinn og kaupum okkur eitthvað að drekka og kannski smá sætindi... en fyrir þá sem þekkja mig þá vitið þið að ég er ekki svo mikið fyrir að borða sætindi... múhahahaha. Já hann Heimir ætti að lesa þetta.. ég hef reynt og reynt að skipta um lífstíl og borða meira hollt, en ég elska sjálfa mig bara of mikið og þess vegna borða ég það sem mér finnst þvílíkt gott... og ef þið skylduð ekki hafa fattað það upp á eigin spýtur þá er allt sem er MJÖG gott yfirleitt MJÖG óhollt... þvílíkt svindl. Gaman að vita hvort þið séuð sammála mér???

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

sunnudagur, febrúar 29, 2004

Bara södd.... 

Já í augnablikinu er ég rosalega södd. Ég skellti mér á aðalfund íslendingafélagsins hér í Odense í dag. Þar voru ýmis efni upp á pallborðinu og á eftir var rest af þorrablótsmat... ég gjörsamlega át á mig gat, ekkert smá gott. Ég tók meira að segja doldið af hangikjöti með mér heim, mmmmmmmmmm það er svo gott. Allavega ein södd ég akkúrat núna. Já þessi vika hefur liðið ansi fljótt, mér fannst ekki vera svona langt síðan að ég bloggaði síðast. Það er bara rúmur mánuður í að ég komi heim... jei jei jei, og litli frændi bara að fara að fermast. Það er alltaf nóg að gera þegar maður kemur heim, vikan alveg plönuð í botn, en ég verð nú meirihlutann af tímanum í eyjum. Já það er ekki mikið búið að vera að gerast í baunalandi þessa vikuna. Fór reyndar að hitta stelpurnar á fredagsbarnum í tækniskólanum á föstudaginn. Nennti ekki miklu og ég og Kiddi vorum samfó heim um átta leytið (að kveldi), en ákváðum að kíkja við hjá Völu og lentum þar í fínum mat... ekki leiðinlegt þar sem við hjúin vorum ekki búin að borða mikið þann daginn. Við sátum hjá henni í einhvern tíma og héldum svo heim á leið og fórum bara snemma í rúmið... stundum held ég að við séum bara búin að vera saman í 40 ár, fer maður snemma að sofa á föstudegi þegar maður er bara 25 og barnlaus, ég hélt ekki, en við vorum voða þreytt. Já laugardagskvöldið var eiginlega eins, bara einhver leti... vorum bara að spila og glápa á kassann og fórum bara í bólið um miðnætti. Jahá alltaf stuð á Billesgade. Jæja ég ætla nú að fara að vesenast eitthvað annað... kannski reyna að brjóta saman þvottinn, jafn spennandi og það hljómar. Bið að heilsa í bili

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?