<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, febrúar 20, 2004

Föstudagur... jibbí 

já loksins komin þessi langþráða helgi... alveg merkilegt að maður er eiginlega farinn að bíða eftir helginni á þriðjudegi. En þá er vikan bara rétt byrjuð. Mig hlakkar ekkert smá til þess að eiga bara rólega hugguhelgi HEIMA hjá mér. Í kvöld ætla Harpa og Elvar að kíkja yfir í smá spil og nart. MMM ætla að gera svona heita sósu með tortilla flögum... kaloríusprengja, það er þýðir samt ekki að ég sé ein af þeim sem eyði ævinni í megrunarkúra... hef oft reynt en sjaldan enst eitthvað af viti. Ætli mér gangi ekki best ef ég hef einhvern sem er duglegur að kíkja yfir öxlina á mér og kemur inn sektarkennd hjá mér ef ég er að svíkjast um... og Kiddi er svo ekki góður í því. "ummm Fanný langar þig ekki í súkkulaði?" Halló ertu að hjálpa mér núna Kiddi minn? " uhumm nei" heyrist þá úr eldhúsinu. Þannig að ég verð yfirleitt að gera þetta upp á eigin spýtur ef mér dettur þetta þá í hug. En annars er ég ekkert að deyja úr áhyggjum yfir spikinu mínu, en vill að sjálfsögðu ekki verða of þung heilsunar vegna (hljómar þetta ekki vel). En eins og ég segi alltaf... þá er bara meira til þess að elska. Jæja já nóg um eitthvað megrunar- fitunar kjaftæði. Sem sagt bara þægileg hjemme helgi. Oh, loksins fæ ég að eyða einhverjum góðum tíma með honum Kidda mínum, en við höfum varla séð hvort annað síðan að hann kom heim. En við förum yfir í fótboltann... Fannsla búin að vera veik og var meira að segja heima einn dag í vikunni vegna veikinda... fór ekki á fótboltaæfingu í gær :o/ ekki gaman það, það var geðveikt gott veður og ábyggilega gaman á æfingu. Þetta lið sem ég spila með er svo gamla góða ÍBV liðið mitt, sem lifir á baráttu og kátínu og er ekki orðið of alvarlegt. Metnaðurinn er að sjálfsögðu til staðar en so what þó við töpum einum og einum leik... að sjálfsögðu er ég tapsár en þær eru fljótar að hugga mig píurnar. Í gærkveldi hringdi Dani hingað heim og Kiddi svaraði... Kiddi rétti mér tólið, þvílíkt hissa á svip... þetta er til þín, einhver dani og + að þetta var karlmaður. Ég tók símann og var þetta þá þjálfarinn minn nýji, hann Sune. Ég hélt að ég ætti von á einhverjum skömmum fyrir að koma ekki á æfingu, en hann vissi vel ástæðuna. En nei.. þá eigum við bara að spila æfingarleik á morgun.. hjúkk engar skammir. En mikið rusalega hlakkar mig til þess að spila. Þó að ég sé enn slöpp, þetta er líka æfingarleikur á móti liði sem "gamli" þjálfarinn okkar er að þjálfa núna... Fight to the death, glætan að ég vilji tapa fyrir liðinu sem "gamli" þjálfarinn minn er að þjálfa, þó að þetta sé bara æfingaleikur... Já og ég auglýsi hér með eftir markmanni fyrir liðið mitt... okkur vantar markmann. Endilega hafið samband ef þið þekkið einhverja sem gæti hugsað sér að spila með skemmtilega liðinu okkar. Bið að heilsa í bili :o*

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

úbsideisí 

Er ekki alveg búin að hafa tíma til þess að blogga... helgin var erfið og er ég liggur við enn að ná mér eftir hana. Við (þorrablótsnefndin), fórum að vinna á þorrablóti í Horsens á laugardaginn. Þar var hljómsveitin Írafár að spila, mínus Birgitta. Við vorum reyndar með okkar eigið skemmtiatriði á blótinu og sendum einn af okkar karlmönnum upp á svið í Birgittu-gervi... hann sló að sjálfsögðu í gegn, þá tók við bar vinna, taka af borðum, vinna í eldhúsi og fleira. Fyrir þá sem ekki vita það þá kenndi gítarleikarinn í Írafár mér á gítar í kennó... fyrir þremur árum síðan. Ekki datt mér í hug að fara til hans og segja.. "hæ mannstu eftir mér" doldið grúbbpíulegt.. nei takk, fell ekki í þá gryfju aftur, tíhí. En svo kom það á daginn að hann kom til mín og spurði mig frétta... ég rosa hissa, hann mundi þá eftir mér, ég er þá bara hin besta grúbbpía eftir allt saman. Já held samt að ég taki mér pásu frá öllu grúbbpíu standi, þetta er erfiðara en maður heldur :o) Ég vona að ég geti bara verið heim og hygge næstu helgi... ég og Kiddi, Elvar og Harpa vorum að spá í að halda hyggekvöld. Bara vera HEIMA... er búin að fá nóg í bili eftir síðustu 2 helgar. Jæja ég er lasin hér heima í dag en ætla í vinnu á morgun... nenni ekki að pikka meira í bili. Takk fyrir og lifið heil :o)

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?