<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, febrúar 12, 2004

þéttskipuð helgi 

Já það er bara þéttskipuð helgi framundan og finnst mér næstum því eins og ég fái ekki mikla helgi... lítil pása. Á morgun er ég að fara í trukkapartý, þannig er að ein stelpan úr boltanum heldur upp á afmælið sitt á morgun og ákvað að hafa trukkaþema... þannig að ég þarf að vera klædd eins og einhver trukkabílstjóri... alltaf er ég að klæða mig eitthvað skringilega undanfarið. svo verður að koma í ljós hversu lengi maður verður í afmælinu. En á laugardaginn förum við þorrablótsnefnd af stað til Horsens til þess að vinna á þeirra þorrablóti, þar sem að þau komu og unnu fyrir okkur á okkar blóti... veit ekki alveg hvenær við komum heim en við leggjum af stað héðan úr Odense um 15:30 á laugardaginn.. svo er bara spurning um hvenær við svo komum til baka frá Horsens... einhvern tímann um morguninn. Svo í dag var ég að tala við Völu syss sem er að fara að flytja um helgina eins og Binni og Fríða og er ég ömurleg hjálparhella. En Sunnudagurinn fer væntanlega í það að hjálpa Völu að mála... ein þreytt ég að mála. Í dag fékk ég einnig að vita að ég fæ að vinna á leikskólanum í næstu viku líka.. kemur kannski betur í ljós á morgun hvernig þetta verður svo í framtíðinni... þ.e. hversu lengi í raun og veru ég fæ að vera á leikskólanum... annars er það bara listin á smíðaverkstæðinu sem tekur við. Ekki leiðinlegt það... annars er ég nú eiginlega alveg að gefast upp á þessu atvinnustússi, kannski maður ætti bara frekar að nýta tímann í að læra eitthvað meira.. hvað það verður er ein stór spurning, en það verður þá aldrei fyrr en í sumar í fyrsta lagi. Allavega... mig hlakkar til helgarinnar og kvíður fyrir, gaman að sjá hvað maður þolir þegar ellin er farin að færast yfir mann :o) ÉG veit ér ekkert rusalega gömul en stundum finnst mér það... Get samt ekki beðið eftir að fara að djamma á klakanum.. já þegar ég minnist á klakann, hvað er það með að það sé eitthvað skuggalegt morð á Íslandinu góða... hvað er að gerast, bara vafið í plast og einhver brjáluð læti. Mér finnst eins og ég sé dottinn inn í einhverja spennusögu.. minnir óendalega á einhvað upphaf á bók eftir Arnald Indriðason.. munið þið, Mýrina, Dauðarósir og þær bækur með þeim Sigurð Óla og Erlendi.. alveg fannst mér ég vera byrjuð að lesa enn eina bókina eftir hann Arnald blessaðann.. snillingur drengurinn. En í alvöru mér finnst þetta doldið skuggalegt, eitthvað með að henda líki í sjóinn... hvað er það, það gerist bara í bíómyndum og bókum.. ekki alveg að ná þessu... jæja er að spá í að fara að henda mér í bólið og byrja að lesa meira af Grafarþögn eftir hann Arnald vin minn, ég þakka fyrir í kvöld..

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

mánudagur, febrúar 09, 2004

Mánudagur til mæðu... 

Vá hvað þetta er búinn að vera þreyttur mánudagur hingað til. Ég mætti í vinnu kl. 6:45 í morgun og var sem betur fer búin um hádegisbil... þá var leiðinni heitið niður á skattaskrifstofu til þess að skila inn B-kortinu mínu, en nei, auðvitað lokaði kl. 12:00, það er ekki allt í lagi með þetta lið... loka kl. 12. Jæja já þá getur maður alveg eins rölt í bænum, þegar maður er nú staddur þar. Svo hélt ég bara heim á leið og lúllaði þegar þangað kom. Kiddi kom svo heim úr skólanum og nappaði mig í rúminu og uppvaskið í eldhúsinu... en ég var bara svo þreytt :o/ En við tókum þá bara uppvaskið í sameiningu... MIG LANGAR Í UPPÞVOTTAVÉL, mér finnst ekkert leiðinlegra en að vaska upp... nema kannski skúra. Núna sit ég svo þreytt og nenni ekki neinu, þarf reyndar að fara að taka til á gististað hljómsveitarinnar síðan á laugardaginn :o( en svo fer ég í kórinn kl. 19, þá kætist ég vonandi eitthvað.. kem alltaf hress og kát heim þegar ég er búin að vera að syngja í 3 tíma, hvernig er hægt annað. Kidda til mikils ama er mjög erfitt að ná sér niður eftir 3ja tíma söng og mín er alltaf hressust og í mesta spjall- og söngstuði þegar heim kemur. Sofnar seint og síðar meir.. ekki gott daginn eftir. Kannski ég ætti bara að byrja að blogga eftir kóræfingu.. þá er bloggið kannski hresst og kátt en ekki þreytt og nennir ekki neinu blogg. En tralalalalalalalala er að hita upp fyrir sönginn... við skjáumst bara seinna og verið óhrædd við að láta í ykkur heyra og safna fyrir ferð hingað út í heimsókn... farvella

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

sunnudagur, febrúar 08, 2004

Brad Pitt.... 

Er maður sáttur við það.... eiginlega, halló, hann er bara flottur

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

You are going to marry Brad Pitt. He is always
friendly to anybody he ever meets and he is
very talented as an actor. He is also very
sincere and friendly. He will respect you until
the day he dies. Congrats!!


Which male celebrity are you going to marry? (now 12 (i just added more, and still more to come!)results that have pics!)
brought to you by Quizilla

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

Þorraþræll 

Já þorrablótið var í gær... það var rusalegt stuð á þeim bænum. Maður var bara komin heim um 7 leytið í morgun, hvað er nú eiginlega langt síðan að maður djammaði svona lengi... hljómar eins og ég sé eitthvað geðveikt gömul. En allavega, brjálað djamm, skemmtiatriðin og öll dagskráin var mjög vel heppnuð. Svo kom Á móti sól og spilaði fyrir dansi langt fram á nótt. Þorrablótsnefndin, þar á meðal ég, þurfti svo að taka til strax eftir ball. Mér finnst það nú skárra en að hafa það hangandi yfir sér daginn eftir. allavegana, um 5 í morgun var tiltektinni lokið og þá var för þorrablótsnefndar haldið á gististað hljómsveitar. Þar var setið og spjallað og sungið fram undir morgun. Þangað til fyrsti strætó byrjaði að ganga... er maður orðin grúbbpía eða hvað... Það er víst aldrei of seint að byrja, gæti verið að maður fengi bara V.I.P. passa í framtíðinni, alltaf baksviðs. Við sjáum til, en þetta eru allt saman bara ágætis peyjar. Þeir voru svo drullugóðir á ballinu... endalaust gaman. Svo dönsuðum við hringdans, það var líka rusalega skemmtilegt, maður endaði bara með einhverjum að dansa... ekkert smá gaman. Já já bara gleði og aftur gleði. Ég mæli með því að þið farið á ball með þeim... alger snilld. Næstu helgi tekur svo við enn meira djamm, I just can´t get enough. Maður er nú samt doldið þreyttur eins og er... en þetta reddast. Ég veit líka ekki hvað þetta er með mig... alltaf að láta taka einhverjar viðbjóðslegar myndir af mér... var að fá eina senda frá Elvari og Hörpu, með einhverja lifrarpylsu klessu í munninum að reyna að vera eitthvað sexy, uhumm var það ekki, og svo fengum við líka eina af okkur hjúunum saman, Kiddi með harðfisk og ég með lifrarpylsu. Já og svo náði Sara einhverjum "fyrirsætu" myndum af mér... en sem betur fer enginn matur á þeim myndum. Einnig var ég kosin Dirty dancing gella kvöldisins... þar sem að ég og Ölli áttum stjörnuleik.. ég hljóp, stökk og Ölli greip og hélt... haldið að það hafi ekki verið flugmúvið úr Dirty dancing... munið, þetta sem þau æfðu í vatninu og hún náði ekki fyrr en í lok myndarinnar.. léttara en maður heldur, reyndar held ég að þetta hafi tekið meira á Ölla en mig. Hann verður ónýtur í einhvern tíma... mikið átak að halda mér uppi. Gleði og glens í Odense... jæja elskurnar, látum þetta nægja

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?