föstudagur, febrúar 06, 2004
Þorra undirbúningur
já já Fannsla búin að vera á fullu þessa vikuna í undirbúningi þorrablóts og vinnu á leikskóla. Bara ein þreytt ég sem er við ritstörf núna. Þarf að mæta kl. 9:00 í fyrramálið til þess að elda matinn fyrir kvöldið, eða þann mat sem þarfnast eldunar. Vona að ég verði komin heim um hádegi svo að ég geti nú aðeins lagt mig og farið í sturtu fyrir kvöldið. Er upp á sviði næstum því allt kvöldið... eða allavega tvisvar. Mig hlakkar eiginlega mest til þess að klukkan verði 11 annað kvöld því þá er mínum skyldum formlega lokið.. í bili, þarf reyndar að taka til eftir ballið því að við eigum að skila húsinu kl. 6 morguninn eftir. Þannig að það eru þrif strax eftir djamm, mesta stuðið. Já ég vil líka beina einni spurningu hérna til Aldísar Helgu... Hvernig þekkir þú Heiðdísi? sem býr hér í Odense... var eitthvað að kíkja á bloggið hjá henni og sá þá þig á kontaktlistanum hjá henni... fyndið. Jæja já allavega, ég er mjög þreytt eins og er og það getur vel verið að ég nenni að skrifa eitthvað á sunnudaginn... kannski hef ég einhverjar kræsnar sögur. það eru bara 2 dagar í heimkomu Boris... til lukku með það kæri bró. bið að heilsa í bili.....
Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)
sunnudagur, febrúar 01, 2004
Festi fest
Ég var í afmæli í gær... Binni varð 25 ára síðasta fimmtudag og hélt upp á það í gærkveldi með Trausta sem einnig varð 25 ára. Til lukku með það peyjar. Allavega, það áttu allir að vera í grímubúningum og var svo sannalega gaman að sjá alla svona grímuklædda... bara leiðinlegt að Kiddi skyldi missa af þessu öllu saman, en hann kemur heim á morgun JIBBÍ. Ég skemmti mér alveg konunglega.. næstu helgi er svo þorrablótið og allt á fullu við að leggja lokahönd á verkið. Að vísu hafa komið upp ýmis konar vandamál en við náum örugglega að greiða úr því.. við gerum okkar besta. Í augnablikinu eru við 90 manns sem erum búin að skrá okkur á blót... mig hlakkar doldið til. Ég er náttúrulega líka búin að vera já-manneskja dauðans á þessum 2 vikum sem Kiddi er búinn að vera á Íslandi, bara svona til þess að drepa tímann. En að sjálfsögðu hef ég ekki verið eins "bissý" (á góðri íslensku) eins og ég verð í komandi viku, alveg típískt... þannig að ég bíst við að við eigum eftir að hafa frábært þorrablót. Já já svo er það leikskólinn á morgun, það verður fínt. Ég á reyndar að opna þannig að ég þarf að vakna snemma en þá er ég líka búin 12:30, ekki leiðinlegt það :o) þá hef ég góðann tíma til þess að undirbúa komu Kidda... er að deyja úr spenningi. Já ykkur hlakkar eflaust líka til að hann komi heim.. þá kannski hætti ég að skrifa svona mikið um hann, takk fyrir samt að þola þessa ástarvellu í mér.. en hann er bara æði. Mér er sömuleiðis farið að hlakka til þess að koma heim og hitta vini og vandamenn í apríl og að sjálfsögðu Boris (Skarpahund) en hann kemur úr Hrísey núna 9. feb. greyið búinn að hírast í einhverju 4. ferm. búri í mánuð.. eins gott að þetta fólk í Hrísey hafi verið almennilegt við hann Boris minn, hann er svo yndislegur hundur. Ég sakna hans líka og hlakka til þess að sjá hversu stór hann er orðinn :o) Ég veit líka að Skarpi bró sefur ekki núna af tilhlökkun og áhyggjum. Jæja já, nóg um Boris... skjáumst seinna, lifið heil :o*
Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)