<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, janúar 29, 2004

syngjandi sveitt 

alltaf eitthvað um söng.. er nýkomin af tónleikum. Það var brjálað stuð að sjálfsögðu, gekk eins og í sögu. Enn við látum söngþemað til hliðar í bili. Í þessum töluðu orðum er einhver maria bonita að skrifa mér á msn-inu... who the fuck is that. Hún skrifar bara á spönsku eða eitthvað... ég kann ekki staf í spönsku og hún bara skrifar og skrifar "holo como te llamas" skilur þetta einhver. Ég botna ekkert í þessu, það fyndna er að hún er ekki einu sinni inni á contact listanum mínum. What´s up with that???? Allavega, hún fær bara að blaðra á sinni spönsku... ég skil ekki staf og þanninn er það. Kannski er þetta líka bara einhver gella að djóka í mér, einhver sem ég þekki og finnst hún geðveikt fyndin... mér dettur náttúrulega fyrst í hug PETRA, hún er sú eina sem er nógu geðveik til þess að finna upp á einhverju svona... Allavega. Ég byrja á leikskólanum í næstu viku, veit bara ekki enn hve lengi, en vonandi út febrúar að minnsta kosti. Nenni ekki þessu endalausa atvinnuleysi... en lítum á björtu hliðarnar, ég fæ að reyna marga tilgangslausa hluti í þessari atvinnuleysisbótavinnu... úff langt orð. Maria búin að gefast upp, hætt að skrifa :o) Já atvinnuleysisbótavinnan, t.d. núna er ég að læra að smíða margskonar hluti sem eru reyndar notaðir í alvörunni... einhver á t.d. eftir að nota borð, made by Fanny. Ég er líka hálfgerð rammagerðarkona.. búin að gera nokkra slíka á þessum yndælis dögum mínum á smíðaverkstæðinu. Svo má að sjálfsögðu ekki gleyma sjálfum listarverkunum, er snillingur á þessu sviði og alltaf einhver að hrósa mér fyrir færni mína á öll verkfærin. Er doldið stolt af sjálfri mér, verðið að afsaka. Já í dag var ég semsagt að nýta minn síðasta dag, í bili, á smíðarverkstæðinu til þess að búa til borðplötu... negla einhverja lista á endana og ýmislegt... og síðast en ekki síst pússa, nákvæmnisverk :o) já alltaf stuð og gleði í danaveldi. Já í gær talaði ég við Elku og Laufey á msn, þær eru svo yndislegar og ætla að hitta mig og Siggu í Reykjavíkinni 2. apríl og djamma feitt.. mig hlakkar endalaust til, við höfum ekki djammað saman í svo LANGAN tíma. Mig hlakkar æðislega til að sjá ykkur dömur... en dagskráin verður endalaus... kíkja á kúlur á vinkonum, nýfædd börn, heimsækja Klettaborg, kíkja á nýju íbúðina hennar Helgu, fara í fermingu hjá Friðrik frænda, heimsækja vini og vandamenn... úff allt á einni viku. Og að sjálfsögðu ætla ég að DJAMMA... smá. Mig hlakkar svo til þess að koma heim í smá tíma... en svo er það aftur í útlandið til Kidda síns, sem er að sjálfsögðu gleðiefni :o) Hvernig er það svo með alla, annað hvort koma OFBOÐSLEGA fáir að kíkja hjá mér hér, eða að þeir sem kíkja finnst ekkert þess vert að commenta það eða skrá sig í gestabók... ég er farin að þrá smá viðbót í gestabókina... þannig að allir þeir sem eiga leið hjá, PLÍS skrifið í gestabókina, þarf ekkert að vera mikið og ekki einu sinni að vera neinn sem ég þekki. Langar bara að fá fleiri, alltaf gaman að sjá hverjir kíkja við... jæja, nú er nöldri dagsins lokið.. ég ætla að fara að lúlla mér. Góða nótt öll :o)

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

þriðjudagur, janúar 27, 2004

trallallala 

Já svei mér þá... ef ég er bara ekki söngsjúk. Þannig er að ég er í kór alltaf á mánudagskvöldum, ég er auðvitað SÖNGSJÚK eins og flestir sem þekkja mig vel vita. Allavega, fröken Fanný feimna hefur verið að glíma við sviðsskrekkinn ógurlega og reyna að vinna bug á honum. Svo rétt fyrir jólin tók Fannsla af skarið og söng einsöng á einu kaffihúsi hér í bæ... síðan fær hún ekki nóg, bara ný stjarna fædd... eða svona næstum því. Allavega í gær fékk ég ekki nóg á æfingu og vorum við nokkur eftir að æfa aðeins betur nýju lögin okkar þar sem við eigum að vera með tónleika á fimmtudaginn. Fannsla komin með smá einsöng í öðru laginu... ótrúlegt en satt. Svo eftir svona frábært söngkvöld og smá hrós og fleira þá er maður hreinlega alveg upprifinn... púha hvað það er erfitt að sofna eftir að vera búin að syngja og hafa gaman í 4 tíma. En allavega ein þreytt ég sem vaknaði í morgun... listin ekki alveg að gera sig þennan daginn. Í dag var ég svo rifinn frá listinni og send í einhvern fótboltaklúbb til þess að mála. Við vorum þarna fjögur saman og öll jafn ólík, gekk nú samt allt í lagi. Allavega, þarna var einhver 19 ára gutti sem talaði ekki um annað en sín vandamál og "hetjusögur" af sjálfum sér. Hann var nokkrum sinnum búinn að snúa á lögguna og ég veit ekki hvað... allavega hafði ég ekki mikinn áhuga á að segja þá sögu þegar við í 4. flokki handbolta vorum teknar fyrir að taka pening úr gosbrunninum í kringlunni forðum daga... eina "handtaka" mín á ferlinum... átti nú ekki mikið í þennann gæja. Svo þegar við erum búin að vera að vinna í doldinn tíma segir gæinn allt í einu... "hver er að syngja alltaf". uhumm kannski bara Fannsla, svo ég játaði með skömm. "Þú kannt öll lög" kom þá bara upp úr honum, rosa hrifinn. Þetta er nú kannski ekki í fyrsta skipti sem ég heyri þetta, af hverju mér var gefinn þessi tilgangslausi hæfileiki veit ég ekki. En þetta er nú mest ósjálfrátt... mér finnst gaman að syngja, heyri lag sem ég þekki, syng með, ekkert eðlilegra. Mér finnst bara svo fyndið hvað ég hef fengið að heyra þetta oft... hef ekki einu sinni tölu á því. Skrítið að fólk geti yfirleitt umgengist mig :o) Man þegar Sigga vinkona var alltaf að skipta um lag og útvarpsrásir af þvi að hún þoldi ekki að ég söng alltaf með, var alltaf að reyna að finna lag sem ég kunni ekkert í... gekk ekki alveg. En auðvitað gerði ég líka í því að syngja með því ég vissi að það pirraði Siggu... sorry Sigga, þú hlýtur að hafa átt ömurleg unglingsár, með syngjandi Fönnslu. Já þetta er nú aldeilis gaman, söngþemað ógurlega í dag. Er þetta löstur eða kostur? Ef ég hef orðið ykkur til mikils ama á liðnum árum með þessari söngsýki minni þá biðst ég innilegar afsökunar... en það versta við þetta allt er að nú er ég farin fá athygli út á sönginn... með einsöng og læti, þannig að vondum versnandi fer, eða góðum batnandi fer... þið veljið. Allavega er ég happy með þetta allt saman og það að syngja gerir mig glaða... vona að ég get bætt eitlítilli gleði inn í ykkar frábæra líf.... O happy day......... 6 dagar til komu Kidda, komdu nú og komdu,komdu nú og kysstu mig, komdu og kysstu mig :o*

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?