<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, janúar 04, 2004

Jólafríi lokið :o/ 

Jæja já... ein búin að taka sér jólafrí og þá gjörsamlega frí frá öllu. En ég fór nú reyndar og spilaði í innanhússmóti þann 28.des. Fyndið... það voru eldgömlu reglurnar, við spiluðum með batta og aðeins 4 í liði. Við máttum ekki verja með höndum og ef að við skutum yfir battana þá átti sú sem skaut yfir að fara útaf þangað til að það yrði skorað aftur... mjög fyndið. Það kom fyrir að það voru einungis 2 leikmenn eftir inn á hjá öðru liðinu :o) Og svo eru það verðlaunin... við án þess að tapa leik en samt með 2 jafntefli vorum í 2. sæti... mér fannst það helv... fínt þar sem að við vissum ekki einu sinni hverjar ættu að fara með og við höfum aldrei spilað innanhússbolta saman áður. En verðlaunin voru nú af skondnari endanum, við fengum semsagt LJÓTAN bol og einhvern heimasaumaðan poka sem innihélt eitt stykki hálsmen... það sem þessum dönum dettur í hug, jú jú svo sem í lagi með hálsmenið en hinu hefði nú alveg mátt sleppa... þetta voru svona fylla upp í verðlaun.
En já jólin... þau voru yndisleg, bara slökun og fíneri, borða allar smákökurnar, hangikjöt og heimalagað laufabrauð, svínahamborgarahrygg með meiru, heimalagaðan ís, nóa konfekt, íslenskt lambakjöt að ógleymdu dönsku malt og appelsíni (bara nokkuð líkt hinu íslenska, kom á óvart). Já át og aftur át.. ekkert ólíkt henni Fönnslu. Við fengum fullt af fínum gjöfum, og þökkum öllum innilega fyrir okkur. Og sérstaklega fyrir ísl. nammið... alltaf vinsælt á þessum bæ. Það er svo yndislegt að eiga svona marga góða að. Sigga er alltaf dugleg við að læða sælgæti með, Villi og Katla eru einnig dotlir læðupúkar, Bryndís og Rúnar og að sjálfsögðu bestust eru mútta og pabbi.
Ég heyrði að afmælisteitið hjá Helgu og Elenu hefði verið flott með hálft í hvoru og læti... til hamingju með það píur, vildi óska þess að ég hefði getað verið þarna. En áramótin voru svo sem ok. ekki eins og á að venjast enda familian mest splundruð. Mútta og Pabbi bara ein í kotinu með ömmu... engar rakettur eða neitt, og þeir sem þekkja pabba minn vita að það er nú eitthvað skrítið ef hann pabbi kaupir ekki flugelda... hann heldur björgunarsveitinni uppi þarna heima. En nei nei engvir flugeldar. Skarpi og Ania voru bara ein í stórborginni og áttu rómantíska kvöldstund og skutu upp einhverjum tertum og höfðu það bara fínt. Svanhvít og fjölskylda héldu áramótin á Eskifirði og höfðu það fínt... enda eru þau heilmikill fjöldi "bara" fjölskyldan. Svo voru ég, Kiddi og Vala hér í Danaveldi... við átum dýrindis íslenskt lambakjöt með meiru og skutum upp nokkrum tertum og risa skothólk... þetta fór allt saman vel, horfðum á skaupið í gegnum netið, verð nú að segja að mér hefur þótt það betra. Kvöldið enduðum við svo heima hjá vinafólki sem dró okkur niður í bæ... Fannsla hristi rassinn feitt og endaði heima um 6 leytið, barasta sátt við kvöldið. Nú tekur hversdagsleikinn við, Kiddi í skólanum að læra fyrir prófið og yfirgefur mig svo þann 17. janúar til þess að kíkja á frónið... það á eitthvað að fara að vinna fyrir eyðsluklónni mér. En ég kem nú þann 1.apríl (þetta er ekki aprílgabb) og verð til 9. apríl. Friðrik "litli" frændi á að fermast 040404.... oh hvað maður er orðinn gamall, ég meina, ég var að passa hann þegar hann var lítill sko alveg pínkulítill :o/ Já tíminn líður hratt á gervihnattaöld. Nú á ég að fara að vinna á einhverju smíðaverkstæði fyrir bótunum mínum... já vinnunni á leikskólanum er lokið, ekki meiri þörf fyrir mig :o( en svona er lífið... bara halda áfram að sækja um, er einmitt með 2 umsóknir í gangi núna, allir að krossa fingur... vonandi kemur þetta bráðum. Jæja eigum við bara ekki að segja þetta gott, er næstum því komin með 20 blaðsíðna ritgerð... ég sagði NÆSTUM.

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?