<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, desember 23, 2003

Gleðileg Jól 

já þar sem ég býst ekki við að blogga á morgun... þá gleðileg jól allir saman ho ho ho.... og gæfuríkt ár, megið þið eiga frábærar stundir framundan. Ég og Kiddi ætlum til Völu syss og barna á morgun að borða og opna pakka. Kiddi ætlar að elda grjónagraut í hádeginu á morgun... það er hefð heima hjá honum, við reynum svona að blanda hefðunum saman einhvern veginn... heima hjá mér er jóladagur hinn opinberi letidagur... og er ákveðið að honum verður eytt í leti og át... hlakkar okkur hjúunum mikið til, enda þreytt eftir mikinn bakstur og jólaþrifin ógurlegu :o) (eða þannig) en mamma það er samt hreint og fínt hérna hjá okkur.... jólatréð glæsilegt, skreytt og fallegt en flestir pakkarnir eru nú farnir heim til Völu undir hennar tré. Laufabrauðsbaksturinn gekk framar vonum og eru þau bara hin fallegustu... reyndar erum við ekki búin að smakka :o/ en það smakkast vonandi eins og það lítur vel út. Jæja lifið heil og eigið hin gleðilegustu jól sem sögur fara af.... farvella :o*

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

sunnudagur, desember 21, 2003

snjóstormur!!! 

Í kvöld er spáð snjóstormi í Danmörku... ég sé nú þegar nokkur snjókorn falla. Oh ég vona að það verði bara pinku snjór á jörðinni þegar ég vakna á morgun. Dagurinn í dag hefur verið nýttur í smákökubakstur og þvott... skemmtilegt. En þetta er búinn að vera bara fínn dagur, við byrjuðum á því að sofa til klukkann 11. Við drifum okkur svo á fætur og skelltum okkur í búið til þess að kaupa það sem okkur vantaði í baksturinn. Síðan var hafist handa. Við bjuggum til deig fyrir piparkökuhúsið og mömmukökur... en þetta á að standa yfir nótt (sko deigið) og því liggur þetta tvennt í ískápnum og bíður bökunar á morgun. Kiddi er eins og stendur á julefrokost með gamla bekknum sínum og skemmtir sér eflaust konunglega... vona ég. Ég er hinsvegar búin að vera að dunda mér við að baka uppáhaldssmákökurnar mínar... mmmm þær eru svo góðar. Ekki veit ég hvað þær heita en ég kalla þær bara uppáhaldskökur Fanný.
Í gær fórum við hins vegar á jólatrésveiðar, okkur fannst þetta hljóma mjög spennandi... þú færð sög og labbar um skóginn og finnur þér það jólatré sem þér líst best á. Síðan er sögin hafin á loft og tréð sagað niður, við urðum að prófa þetta uppátæki.. þannig að við lögðum í hann með Elvari og Hörpu... en aðeins gleymdist að taka leiðbeiningar með, þ.e. hvar staðurinn var... en einhvern veginn í ands..... þá tókst okkur að finna þetta. Við tók feiknarmikil leit að hinu "fullkomna" jólatré, þarna voru stödd þau all furðulegustu jólatré sem ég á ævi minni hef séð... með allt upp í 4 toppa, eins gott að fjárfesta í mörgum jólatrésstjörnum. En að lokum náðum við að finna tré sem við vorum sátt við. Þá settum við net utan um tréð svo að allt grenið féllli ekki af á heimleiðinni. Eftir innpökkun, komum við trjánum fyrir í bílnum og settumst svo á kaffihús og fengum okkur heitt kakó og lagkage (sem er rjómakaka dauðans... aldrei séð jafnmikinn rjóma á einni köku) en ekki lagðist kakan jafnvel í alla, einhverjir enduðu víst á klósettinum og fer engum sögum af sjóferð þeirri... enda efalaust MJÖG óspennandi saga :o/
Þegar heim var komið í kotið, kom Vala syss og við fórum öll þrjú í Bilka að versla inn það nauðsynlegasta matarkyns fyrir jólin. Þannig að við náðum að redda flestu fyrir jólin í gær og föstudag. Ætli gjöfin hans Kidda bíði ekki bara fram á 23. En það er líka gaman að versla síðustu gjöfina þá. En ef ykkur langar að sjá myndir af jólatrésleitinni þá klikkið á linkinn hér til hliðar hjá Elvari og Hörpu.. þar eru myndirnar undir "jólaundirbúningur". En þess má líka geta að ferðinni okkar er einmitt haldið heim til Elvars og Hörpu annað kvöld í laufabrauðsbakstur... það verður forvitnilegt. Jæja lifið heil...

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?