<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, desember 19, 2003

Pakkaflóð 

Alveg er ég léleg að blogga... ég er búin að vera kölluð út í vinnu í gær og í dag, semsagt hringt eldsnemma morguns og beðin um að mæta í vinnu... huggulegt, en betra en ekkert. hmmmmm jól... í gær ákváðum við hjónin að leggja okkur, en að sjálfsögðu eins og alltaf þegar maður ætlar að leggja sig þá er hringt eða einhver kíkir við... en það var allavega hringt dyrabjöllunni, Kiddi skoppaði til dyra og fyrir utan stóð lafmóður maður... eina sem heyrðist var "jeg har nogle pakker til jer" við búum semsagt upp á 3ju hæð´. Maðurinn hafði þá klifið þessar þrjár hæðir með 3 pakka til okkar hjúanna, okkur til mikillar gleði. Innihald pakkanna verður víst að vera upplýst síðar. En Sigga vinkona hafði nú samt laumað íslensku nammi með í pakkann, alltaf MJÖG vinsælt. Takk innilega fyrir það Sigga... svona talandi um fylgihluti pakkanna okkar að undanförnu þá voru mútta og pabbi nú líka innilega góð við okkur. Haldið þið ekki að við höfum bara fengið nokkur stykki íslenska osta... bara snilld. þessir foreldrar eru alltaf snilld... hugsa vel um mann. Einnig grunar okkur að mútta hafi sent okkur eins og 1 kíló af nóa konfekti í jólapakka... mmmmmm hlakkar til að opna þann pakka og njóta með bestu lyst á jóladag... "enga öfund" eins og pabbi myndi orða það. Við erum nú aðeins komin af stað í bakstrinum en mætti nú alveg vera betra. En það að ég hafi verið í vinnu síðustu tvo daga settu nú eitthvað strik í reikninginn... planið raskaðist eitthvað. Ætlum samt að taka okkur tíma í að sjá síðustu Lord of the rings myndina. Ég er búin að vera að bíða eftir endinum í 3 ár núna, þetta er ekkert grín... doldið orðin spennt. jæja dúllur sofið rótt...

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

þriðjudagur, desember 16, 2003

trallalallala 

Þá eru bara nokkrir dagar til jóla... Ég og Vala fórum í dag og pöntuðum jólasteikina hjá slátraranum. Við náum í hana 23.des. , vá hvað mig hlakkar til þess að borða á aðfangadag. Það er ekkert betra en að sitja við matarborðið 24.desember... ég held ekki að ég sé sú eina sem hugsar þannig næstum því allt árið, eða hvað? Ég er búin að vera að syngja með kórnum síðustu tvö kvöld, í gærkveldi sungum við við de ni læsninger... það er svo langt síðan ég hef verið í kirkju/messu, en þetta var mjög fínt. Í kvöld sungum við svo á geðdeild í Middelfart... það var mjög skemmtilegt og öðruvísi upplifun. Það var ein kona sem fílaði okkur í botn og söng með og klappaði. Hinir sátu flestir bara og hlustuðu... af hverju ekki að nýta það að maður er titlaður með “veruleikaröskun” eða þvi um líkt... svo við víkjum aftur að mannætunni minni var Vala syss að segja mér að hún hefði lesið í fréttum að mannætan var að koma með þá yfirlýsingu að hún væri frekar ósátt við það hve fljótt “maturinn” hefði dottið út, mannætan hefði annars alveg viljað borða aðeins meira af honum á meðan hann var vakandi/lifandi... creepy... En allavega ætla ég að fara að lúlla mér núna og hætta að hugsa um þessa mannætu... ullabjakk.

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

sunnudagur, desember 14, 2003

uhumm... 

Uhumm.... doldið langt síðan ég skrifaði. Það hefur nú samt kannski ekki neitt margt gerst á þessum dögum. Kiddi er alltaf á fullu í skólanum og sérst varla hér heima... en hann á nú að skila verkefninu sínu á föstudaginn. Þá getum við nú farið að baka saman af viti. Hann tók sér nú samt frí frá lærdómnum í dag þessi elska og bakaði eina sort af smákökum með mér... uppáháldskökurnar hans, rúsínukökur. Á morgun er síðasti dagurinn minn á leikskólanu og þá er það mjög líklega bara bætur fyrir mig AFTUR.... en þetta reddast allt á endanum  Jólin nálgast og enn eigum við eftir að fara til slátrarans og panta jólasteikina... verðum nú að fara að drífa í því. Ég er doldið sátt við hvað ég heyri frá mörgum vinum núna, þá veit maður allavega að maður stendur allavega ekki alveg vinalaus. Jæja ég er orðin doldið sybbin og ætla að lúlla mér... ég reyni að vera doldið skemmtilegri á morgun... farvella

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?