<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, desember 10, 2003

Jólin koma.... 

Ég vona að allir séu búnir að jafna sig á mannætunni og hafi ekki hlotið mein af við lesturinn.
Það er svo fyndið, að þegar líða fer að jólum þá fer maður ósjálfrátt að hugsa um alla þá sem maður hefur kannski ekki verið nógu dugleg(ur) að halda sambandi við... bara sem gott dæmi er ég búin að fá 3 símtöl síðan á laugardag frá Íslandi frá þremur mjög góðum vinkonum mínum. Það er eins og samviskubitið nagi mann í tætlur þegar það líður að jólum... ótrúlega skondið fyrirbæri... ég get ekki sagt að ég hafi ekki hugsað neitt til þessara vinkvenna minna nýlega... ó jú. Svo er einnig þetta merkilega fyrirbæri MSN, það er nú ákveðin snilld út af fyrir sig. Þar hef ég nú lent á spjalli við ótrúlegasta fólk... sem ég hef bara ekki heyrt í (að mér finnst) í 100 ár. En ég veit að ég á nú eflaust einhverja sök á því. En í gær hringdi góð vinkona mín, fyrrverandi skólafélagi og starfsfélagi, Bryndís og hún hafði gleðifréttir að færa.... vona að ég megi segja :o/ En hún og Rúnar eiga von á barni...JIBBÍ... innilega til hamingju með það turtildúfur. En mér finnst ég nú samt eiga doldið í þessu barni... þar sem mér finnst það nú eiginlega vera mér að þakka að Bryndís og Rúnar séu saman. I´m such a matcmaker... endilega hafið samband ef ég get hjálpað. Kannski bara ef þau eignast dóttur þá verður hún skýrð FANNÝ (bara hugmynd). En í dag hef ég nú að mestu hangsað. Reyndi nú aðeins að taka til í íbúðinni, bara svo að það sé nú einhver heimilismynd af þessu hjá okkur. En svo kom Conja í heimsókn til mín (dönsk stelpa úr boltanum) og við höfum sko EKKI góð áhrif á hvor aðra... keyptum okkur Snickers ís og duttum í það með ís, úff mér leið nú ekkert sérstaklega vel á eftir.. en það kemur nú alltaf megrun eftir þessa megrun... eða þannig. Ekki sú duglegasta í því... en lítum á björtu hliðarnar, bara meira til þess að elska :o) Jæja dúllur, takk fyrir áheyrnina og verið óhrædd við að láta í ykkur kveða hér... love ya all :o*

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

þriðjudagur, desember 09, 2003

Mannætur 

Þriðjudagurinn runninn upp... jólaundirbúningur ekki enn hafinn, ég er nú samt að spá í að reyna að skrifa einhver jólakort í kvöld... bara svona aðeins til þess að friða samviskuna. Já jól hjá Fanný, hvernig ætli þau verði.. spennan eykst. En dagurinn í dag er búinn að vera eins mikil leti og verið getur... förum ekkert nánar út í það. Þegar ég var búin að blogga í gær talaði ég við Kidda, svona líka til að nýta þann hálftíma sem við hittumst í allann gærdag (mikið að gera í skólanum). En ég varð að tala við hann um mjög skrýtna frétt sem er hér í öllum blöðum núna.... viðkvæmir, hættið að lesa núna. Allavega mér finnst þetta mjög ógeðfelld frétt. Þannig er að það var maður einn (frá Þýskalandi) sem auglýsti á heimasíðu mannæta já mannæta, eftir manni eða konu sem væri til í að láta éta sig... og fékk svar frá einum manni. Jæja þeir hittust nú heima hjá mannætunni og elduðu góðan “forrétt”. Eftir forréttinn fékk maðurinn einhverjar pillur til þess að deyfa sig, nú kemur ógeðslegi hlutinn, þannig að ef þú ert viðkvæm(ur) þá í ALVÖRU hættu að lesa núna!!! Þegar maðurinn var orðin dofinn, og ennþá vakandi, skar mannætan af honum lillann og steikti hann.... og svo snæddu þeir hann saman.... ummmmmmmm girnilegt. En að lokum leið yfir gæjann af sársauka, að sjálfsögðu. Þá hófst mannætan handa við að búta hann niður og frysti að sjálfsögðu eitthvað til seinni máltíða... Nú er verið að rétta yfir mannætunni og vita þeir ekkert eftir hverju á að dæma hann, því þar er nú til myndband af öllu saman (sem mig langar EKKI að sjá) sem sýnir að hinn maðurinn tekur þátt í þessu af fúsum og frjálsum vilja... leggst bara upp á eldhúsborðið og borðar svo steiktann lillan af sjálfum sér með bestu lyst.... There are some fucked up people in this world....... ég er enn ekki búin að ná mér af sjokkinu sem ég fékk með þessari frétt, þannig að ég kveð í bili... lifið heil..

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

mánudagur, desember 08, 2003

mánudagurinn langi... 

Mánudagurinn langi. Jæja þá er helgin búin, laugardagurinn var nú ekki eins og ég bjóst við... það nennti engin að fótboltapíunum að fara í bæinn og er þetta þá formlega orðið lélegasta boltateiti sögunnar. En þetta var “hyggeligt” eins og danirnir segja. En við fórum allar snemma heim, eða um 2 leytið. Sunnudagurinn fór í að þrífa íbúðina á Unsgaardsgade (sem er gamla íbúðin okkar) en nú búum við á Billesgade 12c 2.tv. 5000 Odense C. Og getum þá loksins einbeitt okkur að því að gera þessa heimilislega... Mánudagar eru alltaf mest bissý hjá mér og er ég aldrei komin heim fyrr en um 10 leytið. Þeir byrja á vinnu, borða og svo kór. Í dag hringdi Hulda vinkona og var að segja mér alls konar slúður... hún er alltaf með það á hreinu :o) Þetta er nú bara í annað sinn sem ein af vinkonum mínum hringir á stuttum tíma, gleði,gleði. En það er alltaf gaman að fá hringingu frá vinum og vandamönnum frá Íslandi og svo eru mútta og pabbi alltaf dugleg að hringja, takk fyrir það. Já það þarf að fara í gang með jólabakstur og jólaskreytingar... þetta hefst allt á seinustu stundu býst ég við.. en fyrir þá sem vilja vita það þá förum við ekki til Íslands yfir jólin, við ætlum að prófa danmörku. En við hlökkum til frumraunarinnar. Jæja lifið heil...

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?