<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, desember 06, 2003

Djamm, djamm, djamm 

Jæja, laugardagskvöld, hmmmm..... já er á leið í annað teiti helgarinnar. Julefrokost í gær og út með nokkrum fótboltapíum í kvöld. Það er bara eitt orð yfir skemmtun gærkveldisins... FRÁBÆRT!!! En nú verðum við að bíða og sjá hvernig kvöldið í kvöld fer. Laufey vinkona átti afmæli í gær.. til hamingju með það Laufey mín og belive me ég hélt upp á það. Sigga vinkona hringdi áðan, það var svo gaman að heyra í henni... við höfum ekki talað saman í svo langan tíma... alltaf að reyna að fá hana til þess að koma í útlandið í heimsókn, það gengur doldið erfiðlega... hún lofaði að safna, ég rukka þig reglulega Sigga mín og tékka stöðuna á reikningnum. Og allar vinkonur mínar eru svo skyldugar til þess að byrja að safna... Jæja ég verð að fara að drífa mig í veisluna.... skjáumst seinna :o)

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

fimmtudagur, desember 04, 2003

Boris og aftur Boris 

Jæja jæja, dagurinn í dag... byrjaði á heimsókn til Boris, hann er svo mikill snillingur og já ég er að tala um hund... en hann er snillingur. Hann og Ike (sem er annar doberman) eru alltaf að metast, þetta er alveg eins og með börn.. ég hefði ekki getað trúað þessu. Þeir eru sífellt að ögra hvor öðrum, Ike var alltaf að koma til mín af þvi að hann vissi að ég væri þarna fyrir Boris, bara semsagt til þess að pirra Boris. Ef Ike lá á gólfinu þá fór Boris að ýta í hann og glefsa, bara svo hann gæti ekki fengið frið, þetta var allt saman mjög fyndið að sjá. En nóg um það, við tók vinnan þar sem er verið að gera við klósettinn, þannig að öll börnin þurfa að fara niður á vöggustofuna til þess að pissa og þvo hendur o.s.frv. ekki mjög gaman og endalaus hávaði... but now I´m home... slökun, ég fór nú samt og lét breyta heimilsfanginu hjá mér og Kidda og sækja um húsaleigubætur. Núna er hið stóra sjónvarpskvöld, það þýðir “The charmed ones” og svo “Dawsons creek” og að lokum “sex and the city” 2 þættir í röð... can it be more perfect. Á morgun er það svo JULEFROKOST... mér er farið að hlakka doldið til.... en við sjáum svo hvað gerist . Ég efast um að ég bloggi á morgun, þannig að spennan bíður fram á laugardag. Við skjáumst seinna.... farvella

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

miðvikudagur, desember 03, 2003

Stiklað á stóru 

Jæja þá er komið að því... það sem hefur verið að gerast í lífi mínu að undanförnu er mest það... pása í fótboltanum, byrjar aftur í febrúar, eitthvað fyrir letjingjann og nautnasegginn mig. En allavega er aðallega að gúffa í mig óhollustunni, vinna og syngja í kór og já svo er imbinn ansi stór hluti af lífi mínu... ótrúlegt hvað maður getur fest í þessum imba. Og að sjálfsögðu er ég haldin þeim skemmtilega sjúkdómi að það er ekki hægt að tala við mig á meðan á þessu stendur... algjörlega sambandslaus við umheiminn. En allavega, við erum nýflutt í aðra íbúð sem er c.a. 300 m. frá hinni íbúðinni. Við erum búin að vera á fullu í kórnum, með tónleika hér og tónleika þar... aðallega þar, og ég er alveg að ná tökum á sviðsskrekknum (fyrir þá sem ekki vita var mér úthlutað sóló í kórnum, alveg HEILU lagi). Vinnan gengur fínt... er reyndar bara út desember, guð má vita hvað gerist þá.. en ég er að fara að vinna í því núna. Ég er bara búin að vera í íhlaupavinnu síðan í ágúst... og gengur vel að vinna sem leikskólakennari í Danmörku, á meðan ég fæ færi á því... jæja þetta er það helsta úr mínu lífi undanfarið... en það er samt reyndar endalaust djamm hér og alltaf nóg að gera og ef ekki.... þá er alltaf imbinn.
Jæja dagurinn í dag... vinna, borða, imbinn... en á morgun er ég að fara að heimsækja Boris, jei jei, en Boris er Doberman hundur sem Skarpi bró á, hann er að fara að koma til Íslands bráðum (Boris sko) og hann er dásamlegasti hundur í heimi og að sjálfsögðu flottasti dobermanhundurinn. En hann hefur víst stækkað mikið og hef ég ekki séð hann lengi... allavega nóg um hundinn... nú ætla ég að fara að skella mér í að borða eplaskífur með honum Kidda mínum svona rétt fyrir svefninn.. uhumm, ég og hollusta.... eigum ekki vel saman, framhald seinna... farvella

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

þriðjudagur, desember 02, 2003

Jæja já... 

Jæja þá er síðan mín komin í gagnið, vonandi getið þið haft ánægju af. Kiddi er aðeins búin að vera að kenna mér og svo prófar maður sig bara áfram... Elvar er hérna núna að ná í bleiku þrumuna (sem er mjög fallegt bleikt hjól). Ég skrifa betur seinna það sem hefur verið að gerast upp á síðkastið. Framundan er jólafrokost, jólabakstur og fleira... bið að heilsa í bili, þið getið einnig séð atburði síðustu daga á síðunni hans Kidda kalda. Já og Anna Bára vinkona á afmæli í dag, til hamingju með það... verð að finna mér tíma til þess að hringja, og kannski pening líka. En til hamingju enn og aftur :0*

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

Halló 

Halló allir, er að reyna eitthvað fyrir mér hérna með hjálp hins undurfagra Kidda

Aðrir blaðra...( hafa blaðrað)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?